IX.

Hið fyrra hafði að sönnu sínar réttlætingar, dýrkanir og veraldlegan heilagleik. Því að hinn fremri hlutur tjaldbúðarinnar var uppgjörður í hverjum að var kertastikan, borðið og skoðunarbrauðin, og þessi kallaðist hinn heilagi. En á bak öðru fortjaldinu var tjaldbúðin sú sem kallaðist hin allra heilagasta, hver eð hafði reykelsisgullkerið og testamentisörkina, alla vega með gulli roðna, í hverri var gullfatan sem himnabrauðið hafði og vöndinn Aarons sem blómgast hafði og testamentisspjöldin, hvar upp yfir voru kerúbím dýrðarinnar, yfirskyggjandi líknarsætið – af hverju nú er ekki neitt sérlegt að segja.

Þá þetta var nú so tilbúið gengu kennimennirnir iðuglegana í hið fremra tjaldbúðarhúsið og afluku þar fórnarembættinu. En í hitt annað inngekk einu sinni á árinu alleinasta biskupinn, eigi án blóðs, hverju hann offraði fyrir sínar eiginlegar og fólksins syndir, þar hinn heilagi andi með merkti að vegurinn til heilagleiksins væri þá enn ei opinberaður á meðan hið fremra tjaldbúðarhúsið stæði, hvört að hlaut í þann sama tíma fyrir líking að vera, í hverju gjafir og fórnfæringar offraðar urðu, hvað þó eigi kunni fullkomið að gjöra eftir samviskunni þann sem guðsþjónustuna framdi, alleinasta með mat og drykk og margvíslegar skíringar og holdsins réttlætingar sem allt til tíma betranarinnar voru upp á lagðar.

En Kristur er kominn það hann sé biskup eftirkomanda auðæfa fyrir stærri og algjörðari tjaldbúð þá sem ekki er með höndum gjörð, þá sem ekki er þeirrar sköpunar, ekki heldur fyir hafrablóð né kálfa- heldur er hann fyrir sitt eigið blóð eitt sinn inn genginn í hið heilaga og fann eilífa endurlausn.

Því ef uxanna og hafranna blóð og askan kvígunnar ádreifð helgar hina saurugu til holdsins hreinsunar, hversu miklu framar mun þá blóðið Christi, sem sjálfan sig hefur án flekkunar fyrir heilagan anda Guði offrað, hreinsa vorar samviskur af dauðum verkum til að þjóna Guði lifanda.

Og þar fyrir er hann einnin meðalgöngumaður hins nýja testamentis so að fyrir þann dauða sem skeður er til frelsunar út af þeim yfirtroðningum (þær sem undir hinu fyrsta testamentinu voru) so að þeir meðtaki eilífa arfleifð fyrirheitsins sem kallaðir voru.

Því hvar eð testamentið er þá hlýtur þar þess dauði að ske sem testamentið gjörir. Því að testamentið verður staðfest fyrir dauðann elligar dugir það ekki meðan hann nú lifir sem það hefur gjört. Hvar fyrir hið fyrra var eigi án blóðs til stiktað. Því þann tíð Moyses hafði talað út af öllum boðorðum lögmálsins fyrir öllu fólkinu tók hann kálfa og hafra blóð með vatni og purpuraullu og isopo og stökkti á bókina og allt fólkið, segjandi: [ „Þetta blóð er þess testamentis hvert Guð hefur boðið“ og líka einnin tjaldbúðina og öll verkfæri guðsdýrkunar stökkti hann með blóðinu. Og allir hlutir verða sem helst með blóði hreinsaðir eftir lögmálinu. Og án blóðsúthellingar sker engin fyrirgefning.

So hlaut nú fyrirlíking himneskra hluta með slíku hreinsuð að verða. En hinir himneskir sjálfir hljóta betri fórnir að hfa en eð hinar voru. Því að Kristur er eigi inn genginn í það hið heilaga sem með höndum er gjört, hvert að er samlíking hins réttferðuga, heldur í himininn sjálfan so hann auglýsist nú fyrir Guðs augliti fyrir oss, ekki það hann fórni líka svo oft sem hinir aðrir biskupar þeir á hverju ári inngengu í hið heilaga með annarlegu blóði (annars hefði hann oftar hlotið að líða í frá veraldarupphafi) en nú í endalok veraldarinnar birtist hann eitt sinn fyrir sína eigi fórnfæring til burttöku syndarinnar.

Líka so sem það mönnunum er tilskikkað einu sinni að deyja og eftir það er dómurinn, so er Kristur einu sinni offraður til í burt að taka syndir margra en í annað sinn mun hann birtast utan synd öllum þeim sem hans vænta til sáluhjálpar.