XXVI.

Sæll er sá maður sem dyggðuga konu hefur, þar fyrir tvefaldast hans áratala. [

Ein góð forstöðukona er sínum manni fögnuður og gjörir honum rósamt líf.

Dyggðarfull kona er ein eðla gáfa og verður gefin þeim sem óttast Guð. Hvert sem hann er ríkur eður fátækur, so er honum það huggun og gjörir hann alltíð glaðan.

Þrír hlutir eru hræðilegir en hinn fjórði er ógnarlegur: Forræðelsi, uppsteytur, úthelling saklauss blóðs, hvað allt er verra en dauðinn. En það er hjartans angur þegar ein kona vandlætir um aðra og skammar hana fyrir hverjum manni.

Nær eð nokkur maður hefur illa konu so er það áminnt sem [ ólík yxn þau draga mislíkt hvert í móti öðru, hver hana fær hann fær einn höggorm. [

Drukkin kona er mikil plága því að hún kann sín lýti eigi að hylja.

Lausláta konu þekkja menn af hennar óhæversku tilliti og af hennar augum.

Sé þín dóttir ekki bljúg so haltu hana hart so hún fremji ekki sinn mótþróaðan vilja ef hún er sjálfráð. [

Þegar þú sér hún litast lauslega í kringum sig so tak það vel til vara en ef þú gjörir það ekki og hún brýtur í móti þér so lát þú þig það ekki undra. Líka sem einn göngumaður sá þyrstur er, so másar hún og drekkur það nærsta vatn það hún fær og setur sig á hvern stokk hún finnur og tekur við sem hún kann að fá.

Ein þýð kona gleður sig mann og þegar hún skynsamlega með honum umgengur fornýjar hún hans hjarta.

Ein kona sú eð þegja kann er ein Guðs gáfa, ein vel vanin kona kann ekki með gulli að verða bitöluð.

Það er eigi neitt hér á jörðu elskulegra en hæversk kona og ei neitt kostulegra en hreinlíf kvinna.

Líka sem sólin þá hún kemur upp á hávum himni Drottins er ein prýði líka so er ein dyggðarsöm kvinna prýði í sínu húsi.

Ein fríð kona sú fróm blífur hún er so sem skær lampi upp á hinum helga [ ljósastjaka.

Ein kona sem hefur stöðugt sinni hún er so sem sá gulllegi stólpinn upp á silfurstólnum.