XIII.

Þessi er byrðarþunginn yfir Babýlon hvern Esaias sonur Amos hefir séð: [ Setjið merkið upp á háfjöllunum. Kallið fast í móti henni, sláið upp hendinni, látið inndraga um hliðin höfðingjana. Eg hefi mínum heilögum boðið og mína öfluga kallað til minnar reiði, þeir eð glaðværir eru í minni vegsemd. Þar er eitt kall mikils fjölda á fjöllunum, líka sem væri þar grúa fólk, eitt kall líka sem mikillar styrjöldar þar eð samansöfnuð eru kóngaríkin þjóðanna. Drottinn Sebaót býr einn her út til bardaga hver eð út af fjarlægum löndum mun koma í frá yðsta enda heimsins, já Drottinn sjálfur meður kerum sinnar reiði til að fordjarfa allt landið.

Kveinið því að dagur Drottins er nálægur, hann kemur líka sem foreyðsla af Hinum almáttuga. Þar fyrir tregast upp allra hendur og allra manna hjörtu munu huglaus vera. Skelfing, angist og harmkvæli mun yfir þá koma, þeir munu hugsjúkir vera líka sem hún eð fæða skal, hver þeirra mun hræðast annan, þeirra andlit mun svo rauð verða sem eldur. [ Því að sjá þú, dagur Drottins kemur, ógurlegur, reiðuglegur og grimmlegur til að foreyða landið og að afmá hina syndugu út þaðan, það stjörnur himins og sá [ Óríon skín ei skært, sólin gengur myrk upp og tunglið hefur ekki sitt ljós. Eg vil þeirrar jarðarkringlunnar vitja vegna sinnar illgirni og þeirra óguðlegu fyrir sinnar mannillsku sakir og eg vil einn enda gjöra metnaðarins hinna ríkilátra og dramblætið hinna voldugra niðurlægja so það einn karlmaður skal dýrkeyptari vera heldur en kostulegt gull og einn maður meira [ verður en eitt stykki gulls út af Ófír.

Þar fyrir vil eg himininn skelfa so það jörðin skal úr sínum stað hrærast, af þeirri grimmdarbræði Drottins Sebaót og fyrir þeim deginum hans reiði. Og hún skal vera sem ein jöguð skógargeit og sem þeir sauðir eð öngvan hafa hirðir so það hver einn snúi aftur til síns fólks og það hver einn flýi aftur í sitt land. Af því að hver sem þar finnst mun í hel sleginn verða og hver hann er þar í hjá sá mun fyrir sverði falla. Þeirra börn skulu einin þeim ásjáandi sundurmarinn verða, þeirra heimili rænt og þeirra kvinnur skammaðar. Því að sjá þú, eg vil þar úr Medi uppvekja yfir þeim hverjir að öngu silfri leita né eftir neinu gulli spyrja heldur þeirra yngismenn með skeytum í hel að skjóta og viður þeirra lífsávexti miskunnarlausir að vera og þeirra ungbörnum öngum að vægja.

Þannin skal Babýlon, hin fegursta meðal kóngaríkjanna, hin dýrðlega veldistignin í Kaldea, umturnuð verða af Drottni, líka so sem Sódóma og Gómorra, so að þar skal ei lengur búið vera né nökkur þar blífa að eilífu so það einnin þeir úr Arabia gjöri þar engin hús og öngvir hjarðargeymslumenn hafi þar nein hreysi, heldur munu [ síhím hreiðra sig þar og þeirra hús af [ óhím full vera og strússfuglar munu þar byggja og draugar munu þar dansa og náttuglur munu syngja í þeirra herbergjum og eiturdrekar í þeirra lystilegum loftstöfum. Þeirra tími mun að mestu kominn og þeirra dagar skulu ekki undandraga.

Því að Drottinn mun Jakob miskunnsamur vera og Ísrael enn nú framvegis útvelja og þá innsetja í þeirra land og hinir framandi munu nálægja sig til þeirra og samtengja sig því húsi Jakobs. Og fólkið mun halda með þeim og færa þá til sinna staða so það hús Ísrael mun eignast þá í landi Drottins sér til þræla og ambátta og munu þá hertekna halda af hverjum eð þeir herteknir voru og drottna yfir þeim sem þá þjáðu.