V.

Eftir það var hátíð Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem. [ En í Jerúsalem hjá fjárhúsinu er vatsdíki sem kallast á ebresku Betseda, hafandi fimm forbyrgi. Í þeim lá mikill fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra, visnaðra, bíðandi eftir vatsins hræring. En engill Drottins sté ofan í tilsettan tíma í díkið og hrærði upp vatnið. Hver sem nú fyrstur sté ofan í díkið eftir vatsins hræring sá varð heill af hverri sótt sem hann var haldinn. Þar var einn sá maður sem þrjátígi og átta ár hafði sjúkur verið. Þá Jesús leit þennan liggjanda og fornam að hann hafði langan tíma sjúkur verið segir hann til hans: „Viltu heilbrigður verða?“ Hinn sjúki svaraði honum: „Herra, eg hefi eigi þann mann þá vatnið hrærist að láti mig í díkið því nær eg kem að þá stígur annar fyrr inn en eg.“

Jesús sagði til hans: [ „Rís upp, tak sæng þína og gakk!“ Og strax varð sá maður heilbrigður og tók sína sæng og gekk þaðan. En á þeim degi var þvottdagur. Þá sögðu Gyðingar honum sem heilbrigður var orðinn: [ „Það er þvottdagur, eigi hæfir þér að bera sæng þína.“ Hann svaraði þeim: „Sá mig heilan gjörði hann sagði mér: Tak sæng þína og gakk.“ Þeir spurðu hann: „Hver er sá maður er þér sagði: Tak sæng þína og gakk?“ En sá sem heilbrigður var orðinn vissi eigi hver hann var. Því að Jesús hafði vikið sér afvega fyrst að so mikill mannfjöldi var í þeim stað.

Eftir þetta hitti Jesús hann í musterinu og sagði til hans: „Sé, nú ertu heill orðinn. Syndga nú eigi oftar so að þig hendi eigi annað verra.“ Sá maður fór og undirvísaði Gyðingum að Jesús væri sá sem hann hafði heilan gjört. En fyrir það ofsóttu Gyðingar Jesúm og leituðust um að deyða hann af því að hann gjörði þetta á þvottdegi. Jesús svaraði þeim: [ „Faðir minn verkar allt hingað til. Eg verka og.“ En fyrir þetta sóttu Gyðingar meir til að deyða hann því að hann braut eigi að einasta þvottdaginn heldur sagði og að Guð væri sinn faðir, gjörandi sig svo Guði jafnan.

Jesús svaraði og sagði til þeirra: [ „Sannlega, sannlega segi eg yður: Sonurinn fær ekkert af sjálfum sér gjört nema það hann sér föðurinn gjöra. Því að hvað helst hann gjörir, það gjörir og einnin sonurinn. Því faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt það hann gjörir og enn mun hann sýna honum önnur verk þessum meiri so að þér munuð undrast. Því að so sem faðirinn uppvekur dauða og lífgar, so lífgar og sonurinn þá sem hann vill. Því eigi dæmir faðirinn nokkurn heldur gaf hann syninum allan dóm að allir heiðri soninn so sem þeir heiðra föðurinn. Hver hann heiðrar ei soninn, sá heiðrar eigi föðurinn sá sem hann sendi. Sannlega, sannlega segi eg yður: [ Hver mín orð heyrir og trúir þeim sem sendi mig, sá hefir eilíft líf. Og eigi kemur hann í dóm heldur líður hann úr dauða til lífs.

Sannlega, sannlega segi eg yður, að sú stund kemur og er nú það dauðir munu heyra rödd Guðs sonar og þeir sem heyra munu lifa. [ Því að líka sem faðirinn hefur lífið í sér sjálfum so gaf hann syninum að hafa lífið í sjálfum sér. Hann gaf honum og vald til yfir að dæma af því að hann er Mannsins sonur. Eigi skulu þér undrast þetta því að sú stund kemur á hverri að allir þeir sem í gröfönum eru skulu heyra rödd Guðs sonar. Og þeir munu þá framganga sem gott gjörðu til lífsins upprisu en þeir sem illa gjörðu í dómsupprisu.

Eigi fæ eg af mér sjálfum gjört nokkuð. Sem eg heyri so dæmi eg. Og minn dómur er réttur því að eg leita eigi míns vilja heldur hans vilja sem mig sendi. Ef eg ber mér sjálfum vitni þá er mitt vitni ekki satt. Annar er sá sem af mér ber vitni og eg veit að hans vitni er satt það hann ber af mér.

Þér senduð til Johannem og hann bar sannleikanum vitni. [ En eg teki eigi vitni af mönnum heldur segi eg yður þetta upp á þér hjálpist. Hann var skínanda og loganda ljós en þér vilduð skamma stund gleðjast af hans ljósi. Eg hefi enn meira vitni en Johannis vitni því að þau verk sem faðirinn gaf mér að eg fullkomni þau, þau verkin sem eg gjöri bera mér vitni það faðirinn hafi mig sent. Og faðirinn sá sem mig sendi hann sjálfur bar mér vitni. [ Eigi hafi þér nokkurn tíma heyrt hans rödd né séð hans mynd og hans orð hafi þér ei í yður blífandi því að þann hann sendi, honum trúið þér eigi.

Rannsakið Ritningina því að þér meinið yður í henni að hafa eilíf líf og hún er það hver af mér ber vitni. Og eigi vilji þér koma til mín svo að þér hefðuð líf. Eg tek öngva dýrð af mönnum en eg þekki yður að þér hafið eigi Gus ástsemd með yður. Eg kom í míns föðurs nafni og þér meðtókuð mig eigi. Ef annar kemur í sínu eigin nafni, þann meðtaki þér. Hvernin megi þér trúa þar sem þér takið dýrð innbyrðis hver af öðrum? Og þá dýrð sem af einum Guði er, hennar leiti þér eigi.

Eigi skulu þér það meina að eg muni klaga yður fyrir föðurnum. [ Þar er sá sem yður klagar, Moyses, á hvern þér vonið. Ef þér tryðuð Moysi so tryðuð þér og mér því að af mér skrifaði hann. Því ef þér trúið eigi hans skrif, hvernin megi þér þá mínum orðum trúa?“