XXXIIII.

Komið hingað, þér heiðnar þjóðir, og heyrið til, þér fólkið hyggið að því. [ Jörðin hún heyri og hvað þar er inni, veraldarkringlan með hennar ávöxtum. Því að Drottinn er reiður upp á allar heiðnar þjóðir og gramur upp á allt þeirra herlið. Hann mun formæla þeim og ofurselja til drápsins. Og þeirra hinir í hel slegnu munu í burt kastað verða og af þeirra líkömum mun óþefur upp koma og fjöllin munu fljóta af þeirra blóði og allt það [ herlið himinsins mun forrotna og himinninn mun til samans brotinn verða líka sem annað brek og allur hans herskari mun uppþorna, líka sem annað laufblað uppþornar á vínviði og so sem eitt þurrt laufblað á fíkjutrénu. Því að mitt sverð er drukkið á himnum og sjá þú, það mun ofanstíga yfir Edóm og yfir það bölvaða fólkið til straffs.

Það sverð Drottins er fullt með blóð og þykkt af feiti, af blóðinu lambanna og hafranna, af nýrnafeitinni hrútanna. Því að Drottinn heldur eitt mannslag til Bosra og eitt mikið manndráp í landinu Edóm. Þar verða einhyrningarnir meður þeim undir að krjúpa og ungneytin meður þeim feitu nautum. Því að þeirra land mun drukkið verða af blóði og þeirra jörð bólgin verða af feiti. Því að það er sá hefndardagur Drottins og árið endurgjaldsins, að hefna Síon, þar munu þeirra lækir verða að biki og þeirra jörð að brennisteini. Já þeirra land mun að brennanda biki verða það hverki mun slokkna daga né nætur heldur mun eilífleg svæla upp af því ganga og um aldur og ævi mun það í eyði vera so að þar mun enginn í gegnum ferðast að eilífu heldur skal það eignast reyrdrummur og og tindsvín, náttuglur og hrafnar skulu þar búa.

Því að hann mun draga þar yfir einn mæliþráð so að það í eyði verði og eitt mælikefli til foreyðslu so að þeirra hinir eðalbornu kallist herrar sem ekkert land eiga og allir þeirra höfðingjar hafi einn enda. [ Og þar munu þyrnar uppvaxa í þeirra herbergjum, netlur og illgresi í þeirra borgum og mun vera eitt bæli eiturdrekanna og grashagi strússfuglanna og þar munu til samans hlaupa draugar og skrímsl og eitt tröl mun þar öðru mæta, óvættir munu einnin þar sitt bæli hafa og sína hvíld þar finna, þar mun og einnin tindsvínið hreiðra sig, leggja og útklekja undir þess skugga, so munu og einnin hræfuglarnir þar til samans koma. [

Leitið nú í bók Drottins og lesið og þar mun ekki í einu af þessu brestur vera og þar mun einnin ekki neitt missast, hvorki hitt né þetta. Því að hann er það sem fyrir minn munn býður og hans andi er það sem það til samans færir. Hann sendir hlutfallið yfir þá og hans hönd útskiptir mælirnum á milli þeirra so að þeir eignist það þar inni að eilífu og blífi þar inni um aldur og ævi.