XVII.

Miklir og ómælanlegir eru þínir dómar, Drottinn. Þar fyrir bregst það þeim fávísu mönnum. Því þá þeir hugsuðu undir að þrykkja þitt heilaga fólk þá voru þeir bundnir með myrkrum so sem þeir ranglátu og fjötraðir um lágnætti og þeir lágu innibyrgðir undir þekjunum svo sem flóttamenn fyrir þeim eilífa vísdómi. Og þá þeir meintu að sínar syndir mundu vera geymdar og forgleymdar undir einnri blindri þoku þá urðu þeir hræðilega aðskildir og skelfdir fyrir skrímsla sjónir. Því að sá afkiminn þar þeir voru í hann kunni ekki að halda þeim óhræddum. Þar var niður í kringum þá sem þá hrædda gjörði og þeim sýndist óskaplegar óvættir fyrir hverjum þeir voru hræddir. Og eldurinn kunni með öngri magt að lýsa þeim og eigi heldur þá kunni það klára skin stjarnanna að uppbirta þá aumlegu nótt. En þeim birtist vel einn eldur brennandi af sjálfum sér, hræðilegur. Þá hræddust þeir svoddan sjónir sem þó ekkert var og hugsuðu að þar mundi vera enn verra eftir en það sem þeir sáu.

Þær missýningar og galdrarnir voru og niðurlagðir og það stóra raup þeirra kunnáttu varð að spotti. Því að þeir sem tóku sér fyrir að burtreka hræðsluna og óttann frá þeim sjúku sálum þeir urðu sjálfir sjúkir svo að menn dáruðu þeirra hræðslu. [ Og þó þeir hefðu af öngu soddan hræðslu hræddir orðið þá hefðu þeir þó mátt að öngu að verða af hræslunni þá dýrin fóru á meðal þeirra og þá höggormarnir so hvæstu flokkum saman so að þeir ógjarnan litu upp í loftið hvers þeir máttu þó ekki við missa. Því að þá nokkur er so efablandinn það gjörir hans eigin illska sem ber vitni yfir honum og fordæmir hann og ein hrædd samviska væntir ætíð hins vesta. Því að hræðslan kemur þar af að einn treystir sér ekki til að forsvara sig og veit sér öngva hjálp visa. [ En hver sem lítið traust hefur í hjartanu þar verður vílsemin stærri en plágan sjálf.

En þeir sem undir eins sváfu á þeirri nóttu (hver eð var ein hræðileg og ein rétt nótt og komin var úr fylsni þess hræðilega helvítis) þá urðu sumir af ógnarlegum sjónum um kring drifnir. Sumir féllu niður so að þeim var lífs örvænt. Því þar kom fljót óforvarandis hræðsla yfir þá so að hvar sem hver var staddur var gripinn í því hann var so sem væri hann innbyrgður í dýflissu og geymdur án fjötra, hvert sem hann var akurverksmaður eður hirðir eður annar útivinnumaður, heldur hlaut hann að bera slíka neyð undir hverri hann gat ekki komist sem svo bráðlega greip hann. Því þeir voru allir saman herteknir með eins háttar myrkursins fjötrum.

Þar sem í nokkurn stað blækti vindur eður fuglar sungu sætlega undir fögrum greinum elliegar vatnið rann með fullri rás eður steinarnir féllu með sterkum hljóðum eður stökkvandi dýr hlupu sem ekki kunnu að sjá eður þau ólmu dýr illa létu eður dvergmálið gall úr holum klettum þá skelfdi það þá og hrædda gjörði. Því að öll veröldin hafði skært ljós og gekk í sínum verkum óforhindruð, alleinasta yfir þessum var ein djúp nótt, hver eð var mynd þeirra myrkra sem yfir þá koma skyldi. En þeir voru sjálfum sér þyngri en myrkrin.