VIII.

Það er nú upphæðin þess það vér afsegjum: Vér höfum þann biskup sem situr til hægri handar í tignarstólnum á himnum og heilagra auðæfa og sannarlegrar tjaldbúðar handdverksmaður er hverja Guð hefur uppbyggt og eigi maðurinn. Því að hver biskup verður tilsettur að offra gjafir og fórnir. Fyrir því hlýtur þessi einnin nokkuð að hafa það hann offri. Og ef væri hann nú á jörðu þá væri hann nú ei prestur á meðan þar eru nokkrir sem eftir lögmálinu gjafir offra, hverjir að þjóna þeirri fyrirmynd og skugga himneskra auðæfa so sem það guðlega andsvar til Moysen sagði þá hann tjaldbúðina fullkomna skyldi: [„Sjá til“ sagði hann „að þú alla hluti gjörir eftir þeirri fyrirmynd sem þér er á fjallinu sýnd.“

En nú hefur hann æðra embætti öðlast so sem hann annars miklu æðra testamentis meðalgöngumaður er, hvert einnin á æðra fyrirheiti stendur. Því ef hitt fyrra hefði óstraffanlegt verið þá hefði ekkert rúm leitað verið hinu öðru. Því að hann straffar það, so segjandi: [ „Sjáið, þeir dagar munu koma, segir Drottinn, það eg mun yfir hús Ísraels og yfir hús Júda setja nýtt testament, eigi eftir því testamento eg gjörði við feður þeirra á þeim degi þá eg tók í þeirra hönd í þann tíð eg útleidda þá af Egyptalandi. Og með því þeir blifu ekki í mínu testamenti þá hefi eg þá úr minni líða látið, segir Drottinn.

Því að þetta er það testament það eg nú mun setja húsi Ísraels eftir þessa daga, segir Drottinn: Minn anda mun eg gefa í þeirra hugskot og í þeirra hjörtu mun eg þau skrifa og eg mun þeirra Guð vera og þeir skulu mitt fólk vera og eigi skal nokkur þurfa sinn náunga að læra né sinn bróður og segja: Viðurkenn þú Drottin. Því að þeir skulu mig allir kenna, í frá hinum minnsta til hins stærsta. Því að eg mun líknsamur vera þeirra afgjörðum og syndir þeirra og ranglæti vil eg ekki í minni leggja.“ Í því sem hann sagði „hið nýja“ gjörði hann það fyrra gamalt. En hvað gamalt og aldrað er það er nærri sínum ævilokum.