XVIII.

Á þeim tíma var enginn kóngur yfir Ísrael. Og kynkvísl Dan leitaði við að umganga sér eina arfdeild þar þeir mættu búa því þeir höfðu ekki til þessa dags fengið erfð með Ísraelssonum. [ Og synir Dan sendu út (menn) af þeirra ætt, fimm stríðsmenn af Sare í Estaól, til að skoða og rannsaka landið og sagði til þeirra: „Farið og skoðið landið.“ Og þeir komu á fjallið Efraím til húsa Míka og voru þar um nótt.

En á meðan þeir voru þar hjá Míka þá þekktu þeir þess unga Levíta raust og þeir viku þangað og sögðu til hans: „Hvör hefur fært þig hingað? Og hvað gjörir þú hér eða því komst þú hingað?“ Hann svaraði þeim: „Svo og svo hefur Míka gjört við mig og hann hefur leigt mig til að eg sé hans prestur.“ Þeir sögðu til hans: „Kæri, spyr Guð að so vér megum fá að vita hvert þessi vor vegur sem vér göngum skal lukkast.“ Presturinn svaraði þeim: „Farið í burt með friði. Yðar vegur sem þér gangið er réttur fyrir Drottni.“

Síðan gengu þessir fimm menn af stað og komu til Laís og sáu að það fólk sem þar bjó var athugalaust (því líkast sem þeir Zidoniter), kyrrt og óhrætt, og þar var enginn í landi sem þeim illt gjörði eða þeirra herra væri og þeir voru í fjarlægð við þá Zidoniter og höfðu öngva höndlan við annað fólk. [

Og þeir komu til sinna bræðra í Sarea og Estaól og þeirra bræður spurðu þá: „Hversu gengur yður?“ Þeir svöruðu: „Tökum oss upp og förum til þeirra því vér höfum skoðað landið, það er mjög gott. Þar fyrir farið sem skjótast og verið ekki latir á þessa ferð svo þér komið að eignast það land. Og sem þér þar komið munu þér koma til ugglausra manna. En landið er bæði vítt og breitt. Og Guð hefur gefið það í yðar hendur. Já, soddan eitt land sem ekkert vantar af öllu því sem á jörðunni vaxa má.“

Síðan fóru synir Dan frá Sarea og Estaól, sex hundruð manna brynjaðir og herklæddir til bardaga, og þeir reistu upp og settu herbúðir í Kirjat Jearím í Júda. [ Því kallast sá staður Herbúðir Dan allt til þessa dags, sem liggur til baka við Kirjat Jearím.

Og þeir gengu þaðan og á fjallið Efraím og komu til húsa Míka. Þá sögðu þeir fimm menn sem fyrr voru sendir að skoða það land Laís til sinna bræðra: „Vitið þér og að í þessu húsi er einn lífkyrtill, helgidómur, líkneski og skúrgoð? Nú hugsið yður um hvað þér skuluð gjöra.“

Þeir viku þangað að og komu til húsa þess unga Levíta sem var í Míka húsi og heilsuðu honum vinsamlega. En þau sex hundruð manna, vopnaðir og brynjaðir af sonum Dan, stóðu fyrir dyrum úti. Og þeir fimm menn sem farið höfðu að njósna um landið fóru upp og komu þangað og tóku líkneskið, lífkyrtilinn, helgidóminn og skúrgoðið. En meðan þetta skeði stóð presturinn fyrir dyrunum hjá þeim sex hundruðum vopnuðum og herklæddum.

En sem þeir aðrir voru nú komnir í Míka hús og tóku bílætið, lífkyrtilinn, helgidóminn og skúrgoðið þá sagði presturinn til þeirra: „Hvað gjöri þér?“ Þeir svöruðu honum: „Þegi þú og halt þínum munni og far með oss so þú sért vor faðir og prestur. Er þér ekki betra að þú sért prestur á milli heils slektis og ættar í Ísrael heldur en að vera kennimaður í eins manns húsi?“ Þessi orð þóknuðust prestinum vel og hann tók bæði lífkyrtilinn, helgidóminn og bílætið og kom í för með fólkinu. Og þá þeir voru farnir og höfðu látið fara undan sér börn og búsmala og allt það sem fémætt var og sem þeir komu langt frá Míka húsi þá kölluðu þeir menn upp sem voru í húsunum þeim sem stóðu hjá Míka húsi og fóru eftir sonum Dan og kölluðu eftir þeim. Þá þeir heyrðu svoddan hróp sneru þeir aftur og sögðu til Míka: „Hvað er þér að þú hrópar so?“ Hann svaraði: „Þér hafið tekið mína guði þá sem eg hefi gjört og so prestinn og eruð farnir í burt með þetta. Hvað hefi eg nú eftir? Og spyrji þér þó að hvað mig vantar?“ Þá svöruðu synir Dan honum: „Lát ekki heyra til þín so að reiði fólksins falli ekki yfir þig og glatir þú lífi þínu og allt þitt hús.“ Og synir Dan gengu sinn veg. Og sem Míka sá að þeir voru honum sterkari hvarf hann heim aftur í sitt hús.

En þeir tóku það sem Míka hafði gjört og prestinn þann sem hann hafði og komu til Laís, til eins kyrrláts og spekferðugs fólks, og slógu það fólk með sínum sverðseggjum og settu eld í staðinn og uppbrenndu hann. Og þar var enginn sem þeim kæmi til hjálpar því þeir voru langt frá Sídon og höfðu öngva höndlan með annað fólk og staðurinn lá í einum dal sem liggur hjá Bet Rehób. Þar byggðu þeir borg og bjuggu þar og kölluðu hana Dan eftir nafni Dan þeirra föðurs sem var kominn af Ísrael. [ En þessi staður hét fyrr meir Laís.

Og synir Dan uppreistu þetta bílæti fyrir sér. [ Og Jónatam son Gersón, sonar Manasse, og hans synir voru prestar meðal ættar Dan allt til þess tíma sem þeir voru herteknir, í burt fluttir af landinu. Og svo settu þeir Míka bílæti upp þeirra á meðal sem hann hafði gjöra látið svo lengi sem Guðs hús var í Síló.