XXVII.

En að morni gengu allir kennimannahöfðingjar og öldungar lýðsins saman í ráð móti Jesú so að þeir gætu hann líflátið. [ Og þeir bundu hann og leiddu í burt og ofurseldu hann pontverskum Pilato landsdómara.

Þá er Júdas, sá er hann hafði forráðið, leit það að hann var til dauða dæmdur iðraðist hann þess og færði aftur kennimannahöfðingjum og öldungum lýðsins þá þrjátigu silfurpeninga og sagði: [ „Misgjört hef eg það eg forréð saklaust blóð!“ En þeir sögðu: „Hvað kemur það við oss? Sjá þú þar fyrir.“ Og hann snaraði þeim silfurpeningum í musterið, fór þaðan, gekk í burt og hengdi sjálfan sig í snöru. [

En kennimannahöfðingjar tóku silfurpeningana og sögðu: [ „Eigi hæfir að vér látum þá í guðskistuna því að það er blóðsverð.“ En að samteknu ráði keyptu þeir meður þeim einn leirsmiðsakur vegföröndum til greftrunar. Fyrir það er sá akur kallaður Blóðsakur allt til þessa dags. Þá er uppfyllt hvað sagt er fyrir Jeremiam spámann, segjandi: „Og þeir tóku þá þrjátigi silfurpeninga er hinn seldi með bítalaður varð hvern þeir keyptu af sonum Ísraels og hafa gefið þá fyrir leirkerasmiðsakur eftir því sem Drottinn hafði mér boðið.“

En Jesús stóð frammi fyrir landsdómaranum. Og landsdómarinn spurði hann að og sagði: „Ertu konungur Gyðinga?“ En Jesús sagði til hans: „Þú segir það.“ Og sem hann klagaðist af kennimannahöfðingjum og öldungum svaraði hann öngu. [ Þá sagði Pílatus til hans: „Heyrir þú ekki hversu harlega þeir ásaka þig?“ Og eigi svaraði hann honum til nokkurs orðs so að dómarinn undraðist það næsta.

En á hátíðardeginum var landsdómarinn vanur fólkinu lausan að láta einn bandingja hvern helst þeir vildu. [ En þá hafði hann einn frábæran bandingja sá er Barrabas hét. Sem þeir voru til samans komnir sagði Pílatus til þeirra: „Hvorn vilji þér að eg láti yður lausan: Barrabam eða Jesúm sá er kallast Kristur?“ Því að hann vissi vel að þeir höfðu fyrir öfundar sakir ofurselt hann.

Og sem hann sat á dómstólinum sendi hans húsfrú til hans og lét segja honum: [ „Haf þú ekkert með þennan réttláta því að margt hefi eg liðið í dag í svefni fyrir hann.“

En kennimannahöfðingjar og öldungar réðu fólkinu að það skyldi biðja um Barrabam en Jesú skyldu þeir fyrirfara. Landsdómarinn svaraði þá og sagði til þeirra: „Hvorn af þessum tveimur vilji þér að eg láti yður lausan?“ Þeir sögðu: „Barrabam!“ Pílatus sagði til þeirra: „Hvað skal eg gjöra af Jesú hver eð Kristur kallast?“ Þeir sögðu honum allir: „Lát hann krossfestast!“ En landsdómarinn sagði: „Hvað hefir hann þess illt gjört?“ En þeir kölluðu því meir, segjandi: „Krossfestist hann!“

Og er Pílatus sá það hann fékk ekki að gjört heldur það að þar yrði enn meira upphlaup af tók hann vatn og þvoði hendurnar fyrir fólkinu og sagði: [ „Saklaus em eg af blóði þess hins réttláta. Sjái þér til.“ Allur lýðurinn svaraði og sagði: [ „Hans blóð komi yfir oss og yfir sonu vora!“ Þá lét hann þeim Barrabam lausan en húðstrýktan Jesú gaf hann þeim ofur að hann krossfestist. [

Þá höfðu stríðsveinar landsdómandans Jesú meður sér inn í þinghúsið. Og þeir söfnuðu saman að honum allt liðið og afklæddu hann. Þeir lögðu yfir hann purpuramöttul og fléttuðu kórónu af þyrnum og settu upp á hans höfuð og reyr í hans hægri hönd og beygðu knén fyrir honum, spéuðu hann og sögðu: „Heill sértu, konungur Gyðinga!“ og hræktu á hann, tóku reyrvöndinn og börðu um höfuð honum.

Og eftir það þeir höfðu spottað hann færðu þeir hann úr möttlinum og færðu hann aftur í sinn klæðnað og leiddu hann út að þeir krossfestu hann. En er þeir gengu út fundu þeir mann af Cirenia, Simonem að nafni. Honum þrengdu þeir til að hann bæri hans kross. Og er þeir komu í þann stað sem kallaðist Golgata, hvað er þýðist „Hausaskeljastaður“, gáfu þeir honum edik að drekka galli blandað. Og er hann smakkaði það vildi hann eigi drekka.

En sem þeir höfðu krossfest hann skiptu þeir klæðum hans, kastandi þar um þrautkesti, so að uppfylldist hvað sagt er fyrir spámanninn er hann segir: [„Þeir skiptu með sér klæðum mínum og yfir mínu fati köstuðu þeir hlutkesti.“ Og þar sátu þeir og varðveittu hann. Og upp yfir hans höfði festu þeir hans dauðasök skrifaða: [ „Þessi er Jesús, kóngur Gyðinga.“ Þá voru og krossfestir með honum tveir spillvirkjar, einn til hægri handar og einn til hinnar vinstri.

Og þeir sem þar gengu hjá hæddu hann, skakandi höfuð sín og sögðu: „Þú sem niðurbrýtur musteirð og uppbyggir það aftur á þrimur dögum, frelsa þú sjálfan þig! Ef þú ert Guðs sonur þá stíg þú ofan af krossinum!“ Líka einnin spottuðu hann kennimannahöfðingjar með skriftlærðum og öldugnum og sögðu: „Aðra frelsaði hann, sig sjálfan getur hann eigi frelsað! Ef hann er konungur Ísraels stígi hann nú af krossinum og munu vér trúa honum! Hann trúði á Guð, hann frelsi hann nú ef hann vill því að hann sagði: Eg em Guðs sonur.“ Og um það sama hæddu hann og spillvirkjarnir þeir með honum voru krossfestir.

En í frá séttu stund gjörðist myrkur yfir allt landið til níundu stundar. [ Og nærri níundu stund kallaði Jesús hárri röddu og sagði: [ „Elí, Elí, lama sabataní?“ Það er: „Guð minn, Guð minn, hvar fyrir forléstu mig?“ En nokkrir af þeim sem stóðu þar og heyrðu það sögðu: „Þessi kallar Eliam.“ Og jafnsnart hljóp einn af þeim til, tók njarðarvött og fylldi af ediki og setti hann ofan á reyrlegg og gaf honum að drekka. En aðrir sögðu: „Vert kyrr, sjáum hvert Elías kemur að frelsa hann!“ Jesús kallaði enn upp í annað sinn hárri röddu og gaf upp andann. [

Og sjá, að tjaldið musterisins í sundurrifnaði í tvo parta frá ofanverðu og allt til niður í gegnum. [ Og jörðin skalf og björgin klofnuðu og grafir framliðinna lukust upp og margir líkamir heilagra risu upp þeir eð sváfu og gengu eftir hans upprisu úr graufunum, komu og í hina heilögu borg og auglýstust þar mörgum.

En höfuðsmaðurinn og þeir sem með honum voru að varðveita Jesú, þá þeir sáu jarðskjálftann og það hvað þar skeði urðu þeir mjög óttaslegnir og sögðu: [ „Sannlega var þessi Guðs sonur.“

Þar voru og margar konur langt í frá sem sáu það hverjar Jesú höfðu eftirfylgt af Galilega og honum höfðu þjónað, meðal hverra var María Magdalena og María, móðir Jacobi, og Jóses og móðir þeirra Zebedeisona. [

En að kveldi kom nokkur mann ríkur af Arimathea, Jósef að nafni, hver eð sjálfur var og lærisveinn Jesú. [ Hann gekk til Pilato og beiddi um líkama Jesú. Þá skipaði Pílatus að honum skyldi fást líkið. Og er Jósef hafði tekið við líkinu sveipaði hann það í hreinn lérefti og lagði það í sína eigin nýja gröf hverja hann hafði úthöggva látið í steini og velti að dyrunum grafarinnar stórum steini og gekk í burt. [ Þar var María Magdalena og önnur María sitjandi gegnt yfir frá gröfinni.

En annan dag, þann sem eftir affangadaginn er, söfnuðust saman kennimanahöfðingjar og Pharisei til Pilato og sögðu: „Herra, vær minnust á það að þessi falsari sagði þá er hann lifði: Eftir þrjá daga mun eg upp rísa. Af því skipa þú að forvara gröfina allt til hins þriðja dags so að eigi komi hans lærisveinar og steli honum í burt og segi fólkinu að hann sé upprisinn af dauða og verði sú hin síðari villan argari hinni fyrri.“ [ Pílatus sagði til þeirra: „Þar hafi þér varðmennina, farið og forvarið sem þér kunnið.“ En þeir gengu í burt og forvöruðu gröfina meður varðmönnunum og innsigluðu steininn.