XII.

Og Róbóam fór upp til Síkem það allt Ísrael var kominn til Síkem að taka hann til kóngs. [ Og sem Jeróbóam son Nebat fréttir þetta þá hann enn var í Egyptalandi hvert hann hafði flúið fyrir Salómon kóngi þá kom hann aftur af Egyptalandi. Og þeir sendu í burt og létu kalla hann. Og Jeróbóam og allur Israelissöfnuður komu og töluðu við Róbóam og þeir sögðu: „Þinn faðir lagði þungt ánauðarok á oss. En gjör þú þá hörðu ánauðarþjónustu og það þunga ok nokkurn mun léttara sem hann lagði upp á oss. Þá viljum vér vera þér undirgefnir.“ En hann sagði til þeirra: „Farið burt allt til þess ins þriðja dags og komið svo aftur til mín.“ Þá gekk fólkið í burt.

Og Róbóam kóngur hélt ráð við þá öldunga sem stóðu fyrir hans föður Salómoni þá hann lifði og sagði: „Hvað leggi þér mér til ráðs hvert svar vér skulum gefa þessu fólki?“ Þeir sögðu til hans: „Ef þú vilt gjöra þessu fólki eina þjónustu á þessum degi að vera þeim til vilja og hlýða þeim þá munu þeir verða þér undirgefnir alla þína daga.“ En hann yfirgaf öldunganna ráð sem þeir gáfu honum og hélt eitt ráð með þá ungu menn sem upp höfðu alist með honum og stóðu fyrir honum. [

Og hann sagði til þeirra: „Hvað ráð leggi þér mér hverju vér skulum svara þessu fólki sem sagði til mín: Gjör það ánauðarok léttara sem þinn faðir lagði á oss?“ [ Og þeir ungu menn sem upp voru vaxnir með honum sögðu til hans: „Þú skalt svo svara fólkinu sem talar til þín og segir: Þinn faðir gjörði vort ok of þungt, gjör þú oss það nokkru léttara: Minn minnsti fingur skal vera þykkri en míns föðurs lendar. Og nú, minn faðir lagði þungt ánauðarok á yður en eg skal á auka á hans áklögur. Minn faðir lamdi yður með svipum. Eg vil lemja yður með höggormum.“

Á þeim þriðja degi kom Jeróbóam og allt fólkið fyrir Róbóam svo sem kóngurinn hafði talað og sagt: [ „Komið aftur til mín á þeim þriðja degi.“ Og kóngurinn gaf fólkinu eitt hart og þungt svar og forsmáði það ráð sem öldungarnir gáfu honum en svaraði þeim svo sem þeir ungu menn ráðlögðu honum og sagði: „Minn faðir gjörði yðar ánauðarok þungt en eg vil gjöra það enn þyngra yfir yður. Minn faðir barði yður með svipum en eg vil berja yður með höggormum.“ Svo hlýddi kóngurinn ekki fólkinu því Drottinn sneri því so að hann vildi staðfesta sitt orð það hann talaði til Jeróbóam sonar Nebat fyrir Ahía af Síló.

En sem allur Ísraelssöfnuður sá það að kóngurinn vildi ekki heyra þeirra beiðni þá gaf fólkið kónginum andsvar og sagði: [ „Hvaða hlut eigum vér undir Davíð eða arfleifð undir syni Ísaí? Ísrael, far þú til þinna heimila en sjá þú til þíns húss, Davíð.“ Svo gekk Ísrael til sinna heimila að Róbóam hafði ekki ríki utan yfir Ísraelssonum þeim sem að bjuggu í Júdaborgum. Og þá kóngur Róbóam sendi Adóram sinn rentumeistara út þá grýtti allur Ísrael hann í hel með steinum. [ En Róbóam sté skyndilega á einn vagn og flúði til Jerúsalem. Í svoddan máta féll Ísrael frá Davíðs húsi allt inn til þessa dags. [

En sem allur Ísrael heyrði nú að Jeróbóam var aftur kominn þá sendu þeir menn út og létu kalla hann til alls safnaðarins og settu hann til kóngs yfir allan Ísrael. Og þar fylgdi enginn Davíðs húsi utan alleina kynþáttur Júda. [

En sem Róbóam kom til Jerúsalem þá safnaði hann saman öllu húsi Júda og Benjamín kynkvísl svo að hann hafði hundrað og áttatígir þúsundir ungra stríðsmanna og ætlaði að berjast við Ísrael og vinna ríkið aftur undir Róbóam Salómonsson.

En Guðs orð kom til Semaja Guðs manns og sagði: [ „Tala þú til Róbóam Salómonssonar Júdakóngs og til alls hússins Júda og Benjamín og til þess annars fólks og seg: So segir Drottinn: Eigi skulu þér fara upp og berjast á móti yðrum bræðrum, Israelissonum. Fari hver maður heim aftur því þetta er skeð af mér.“ Og þeir hlýddu Drottins orði og sneru aftur og gengu í burt so sem Drottinn hafði sagt.

En Jeróbóam byggði upp Síkím á fjallinu Efraím og bjó þar og hann fór þar frá og uppbyggði Pnúel. [

En Jeróbóam hugsaði í sínu hjarta: „Kóngsríkið mun falla aftur undir Davíðs hús. Ef fólkið skal fara upp og færa fórnir í Drottins húsi til Jerúsalem þá mun fólksins hjarta snúa sér til þeirra herra, Róbóam Júdakóngs, en slá mig í hel og falla síðan aftur undir Róbóam kóng Júda.“ Og kóngurinn hélt eitt ráð og gjörði tvo kálfa af gulli og sagði til lýðsins: „Það er yður of þungt að fara upp til Jerúsalem. Sjá, það eru þínir guðir, Ísrael, sem leiddu þig af Egyptalandi.“ [ Og hann setti þann eina í Betel en annan setti hann í Dan. Og þetta varð til syndar því að fólkið gekk fyrir þann eina allt til Dan.

Hann gjörði og hof á hæðunum og setti til presta af þeim lægstu ættum sem voru á meðal fólksins hverjir að ekki voru af Levísonum. Hann setti og eitt hátíaðrhald á þeim fimmtánda degi þess áttunda mánaðar í þá líking sem haldið var í Júda og færði fórnir yfir altarið. Svo gjörði hann og í Betel að menn offruðu kálfum þeim sem hann hafði gjört og hann setti presta í Betel til þeirra hæða sem hann hafði gjört. Hann færði fórnir yfir það altari (sem hann hafði gjört) í Betel þann fimmtánda dag í þeim áttunda mánuði hvað hann sjálfur upphugsaði af sínu hjarta og hann setti Ísraelssonum hátíðarhöld á altarið svo að hann brenndi reykelsi.