X.

Og eg skoðaði og sjá þú, á himninum upp yfir höfðinu kerúbím var líka álits sem annar saphirus og þar upp yfir var það líka svo til að sjá sem einn veldisstóll. [ Og hann sagði til þess mannsins í línklæðunum: „Gakk þú inn á millum hjólanna undir kerúbím og tak þínar hendur fullar með eldsglæður sem eru á milli kerúbím og dreif þeim út yfir staðinn.“ Og hann gekk þangað inn svo að eg sá að sá hinn sami gekk þar inn. En kerúbím stóðu hægramegin í húsinu og fordyrnar urðu innan til fullar af þoku.

Og dýrðin Drottins upplyfti sér frá kerúbím til hvolfsins á húsinu og húsið varð fullt af þoku en fordyrnar fylltust með skínandi geisla af dýrðinni Drottins. Og þyturinn vængjanna þeirra kerúbím heyrðist allt út yfir fordyrnar líka sem raustin almáttugs Guðs nær eð hann talar.

Og þá eð hann hafði boðið þeim manninum í línklæðunum og sagt: „Tak þú eldinn á millum hjólanna undir kerúbím“ þá gekk sá hinn sami inn og stóð hjá hjólunum. Og kerúbím útrétti sína hönd á millum þeirra kerúbím til eldsins þess sem var á millum kerúbím, tók þar af og fékk í hendur manninum í línklæðunum. Hann tók við því og gekk út. Og þá sýndist á þeim kerúbím líka sem ein mannshönd undir þeirra vængjum.

Og eg leit til og sjá þú, að þar stóðu fjögur hjól hjá kerúbím, hjá hverjum kerúbím eitt hjól og hjólin voru til að sjá líka sem einn túrkis og öll fjögur voru þau það eina líka sem hið annað, líka svo sem hvort hjólið væri í öðru. Nær eð þau skyldu nú ganga af stað þá kunnu þau öll að ganga í fjórar áttir og þurftu ekki að snúa sér við þá eð þau gengu heldur hvort það hið fyrsta gekk þangað gengu hin eftir og þurftu ekki að snúa sér við ásamt með sínum gjörvöllum líkama, hrygg, höndum og vængjum. Og hjólin voru full með augu allt um kring á öllum fjórum hjólunum. Og hann kallaði til hjólanna: [ „Galgal“ svo að eg heyrða það.

Hvert þeirra hafði fjögur andlit. Það fyrsta andlitið var eins og kerúbím, það annað var eins manns, hið þriðja eins leóns, fjórða einnrar arnar. Og þeir kerúbím lyftu sér upp. Þetta er það sama dýrið sem eg sá hjá vatninu Kebar. Nær eð kerúbím gengu þá gengu og einnin hjólin hjá þeim og nær eð kerúbím hreyfðu sínum vængjum að þeir loftuðu sér svo frá jörðunni þá snerust og ekki að heldur hjólin í frá þeim. Nær eð hinir þeir stóðu þá stóðu og einnin þessir, lyftu hinir sér upp þá upplyftu sér og einnin þessir, það þar var einn lifandi vindur í þeim.

Og dýrðin Drottins gekk í burt aftur þaðan frá hvolfinu á húsinu og setti sig yfir kerúbím. Þá hreyfðu kerúbím sínum vængjum og loftuðu sér upp frá jörðunni fyrir mínum augum og nær eð þeir gengu út þá gengu hjólin hjá þeim og þeir gengu til þeirra dyranna á húsi Drottins á mót austrinu og dýrðin Guðs Ísraels var upp yfir þeim.

Þetta er það sama dýrið sem eg sá undir Guði Ísraels hjá vatninu Kebar. [ Og eg formerkti að það voru þeir kerúbím sem þau fjögur andlitin höfðu og þá fjóra vængina og undir þeirra vængjum líka svo sem mannshendur. Þeirra andlitsmynd var eins líka so sem það eg sá í hjá vatninu Kebar og þau gengu beinan veg fram fyrir sig.