Prophetinn Jóhel

I.

Þetta er það orð Drottins sem skeði til Jóhel Petúelsonar.

Heyrið þetta, þér öldungar, og merkið vel, allir landsins innbyggjarar, hvort svoddan hefur skeð nokkurn tíma á yðrum dögum eða yðra foreldra dögum? Segið yðar börnum þar af og látið börnin segja það sínum börnum so að barnabörnin megi segja sínum eftirkomendum. Sem er þetta: Það sem kálormurinn leyfir því uppeyða engispretturnar en það sem engispretturnar eftirskilja það eta tréormarnir og það sem tréormarnir leifa það eta kornormarnir.

Vaknið upp, þér drukknir, grátið og kveinið, allir vínsvelgjarar, þess nýja víns því það er í burt tekið frá yðrum munni. Því að í mitt land innkemur ofurmikið fólk og óteljanlegt, það fólk sem hefur tennur sem leónar og jaxla sem leónsinnur. [ Það fólk mun eyðileggja mína víngarða og uppeta mín fíkjutré, skafa börkinn og burt kasta honum so þeirra kvistir standa hvítir.

Æpið sem ein jungfrú sú eð sekk dregur á sig sökum síns brúðguma. Því matoffur og drykkoffur er í burt af Drottins húsi og prestarnir, herrans þénarar, syrgja. Merkurnar eru allar í eyði og akranir standa aumlega, kornið er fordjarfað, vínið stendur sárlega en viðsmjörið sorglega. Akurverksmennirnir eru hörmulegir á að líta og víngarðsmennirnir ýla vegna hveitis og byggs að kornskeran er forspillt. So stendur nú víntréð aumlega og fíkjutréð sorglega, so og granatatréð, pálmviðartréð, eplatréð og öll tré í skógunum og á völlunum eru visnuð því mannanna gleði er orðin að sorg.

Umgyrðið yður og syrgið, þér prestarnir, æpið, þér altarisins þénarar. [ Gangið, þér míns Guðs þénarar, inn og færið yður í sekki því bæði matoffur og drykkjaroffur er í burt af yðar Guðs húsi. Helgið eina föstu og kallið saman almúgann, safnið saman öldungunum og landsins innbyggjurum í Drottins yðars Guðs hús og kallið til Drottins.

Ó vei þeim degi það sá dagur Drottins er í nánd og kemur sem ein fordjörfun frá Þeim almáttuga! Þá skal maturinn burt takast frá vorum augum og so öll gleðin og skemmtunin af vors Guðs húsi. Sáðið er rotnað í jörðunni, kornhúsin standa í eyði og kornhlöðurnar eru hrapaðar því að kornið er fordjarfað. Ó hversu peningurinn stynur og uxarnir bera sig illa því þeir hafa hvorki fóður né haga og sauðirnir hungra! Drottinn, þig ákalla eg því eldurinn hefur uppbrennt vort haglendi á mörkinni og loginn hefur upptært öll tré á akrinum. Villudýrin hrópa og til þín því að vatslækirnir eru uppþornaðir og eldurinn hefur uppbrennt engjarnar í eyðimörkinni.