XXV.

Þetta eru og orðskviðir Salomonis sem menn Esekías Gyðingakóngs hafa þar við aukið:

Það er Guði dýrð að hann [ hylur sökina en kónginum er það heiður að rannsaka sökina.

Himinninn er hár og jörðin er djúp en kónganna hjarta er órannsakanlegt.

Taki menn skúmið af silfrinu þá verður skært kerið. [

Taki menn óguðlega breytni frá kónginum, svo verður hans hásæti með réttlæti staðfest.

Vertu ekki skrautsamur hjá kónginum og gakk ekki í reit stórmannanna.

Því að betra er að sagt sé til þín: „Þoka þér upp hingað“ heldur en þú verðir niðraður fyrir höfðingjanum að sjáandi þínum augum.

Vertu ekki framhleypinn til að deila því hvað viltu gjöra til þá eftir á þegar þú hefur skammað náung þinn?

Gjör út þína sök við þinn náunga og opinbera ekki annars leyndarmál so að sá tali ekki illa til þín er það heyrir og aldrei niðurleggist þitt illt rykti.

Eitt orð í hagkvæmilegan tíma talað er sem gulllegt epli í silfurskál. [

Hvar einn hygginn maður ávítar þann sem honum hlýðir, það er líka sem gullleg ennisspöng og gulllegt men.

Líka sem kuldi snjóvarins um haustyrkjutíma, svo er og trúr sendiboði þeim sem hann hefur sent og hann nærir sál síns herra. [

Hver miklu lofar og endir ekki, hann er svo sem ský og vindur regnlaus.

Fyrir þolinmæði verður einn herra forlíktur og vinsamleg tunga brýtur þverúð.

Finnur þú hunang, svo et þína nægju, svo þú uppfyllist ekki og spýir því upp aftur. [

Vík þínum fæti frá húsi náunga þíns elligar má vel ske þú verður honum hvimleiður og gremjist hann við þig.

Hver hann ber ljúgvitni mót náunga sínum sá er sem eitt spjót, sverð og hvöss píla. [

Von forsmánarans í neyðarinnar tíma er svo sem fúl tönn og skriðnandi fótur.

Hver einu vondu hjarta [ kveður kvæði, það er líka sem slitið fat um vetur og nær edik er hellt yfir glas.

Ef óvinn þinn hungrar gef honum fæðu, þysti hann gef honum vatn að drekka, því að þú munt safna eldsglæðum yfir höfuð honum og Drottinn mun endurgjalda þér það. [

Norðanvindur burtrekur regn og sorgleg ásjóna leynilegar tungur. [

Betra er í nokkri hyrningu upp á húsþekju að sitja heldur en hjá kífinni konu til samans að vera í einu húsi.

Gott rykti að fjarlægu landi er sem kalt vatn þystri önd. [

Réttlátur maður sem fellur fyrir ranglátum er svo sem saurgaður vatsbrunnur og fordjörfuð vatsæður.

Hver of mikið hunang etur það er ei gott og hver þunga hluti rannsakar honum verður það of þungt.

Sá maður sem ei kann að halda sínum anda er líka sem víðopin borg er öngva múrveggi hefur.