Um morguninn tók Balak Balaam og hafði hann upp á Baals [ hæð so hann mætti sjá þaðan yfir hlut herbúða fólksins. Og Balaam sagði til Balak: „Gjör mér hér sjö altari og skikka mér hingað sjö uxa og sjö hrúta.“ Og Balak gjörði sem Balaam sagði og þeir báðir, Balak og Balaam, færðu fórnir, já, uppá hvert altari einn uxa og einn hrút. Og Balaam sagði til Balak: „Stattu hjá þínu brennioffri. Ég vil ganga í burt ef ske mætti að Drottinn mæti mér so ég kunngjöri þér hvað hann undirvísar mér.“ Og hann gekk skyndilega af stað.

Og Drottinn mætti Balaam en hann sagði til hans: „Ég hefi tilbúið sjö altari og offrað einum uxa og einum hrút yfir hvert altari.“ Þá lagði Drottinn orðið í munn Balaam og sagði: „Gakktu til Balak aftur og seg þú so.“ Og sem hann kom til hans aftur, sjá, þá stóð hann hjá sinni brennifórn með öllum Móabítis höfðingjum.

Þá upphóf Balaam sitt mál og sagði: „Af Sýría hefur Balak Móabítis kóngur látið kalla mig, frá fjöllunum í austri: Kom og bölva fyrir mig Jakob, kom, formæl þú Ísrael. [ Með hverju móti má ég bölva þeim sem Guð ekki bölvar? Eða hvernin má ég formæla þeim sem Guð ekki formælir? Því ég sé hann vel af þessum hávum björgum og af hæðunum skoða ég hann. Sjá, það fólk skal sér í lagi búa og ekki reiknast á meðal heiðingja. Hver kann að telja duft Jakobs eða töluna af einum fjórðaparti Ísraels? Mín sál deyi réttlátra manna dauða og mitt hið síðasta verði líka sem þeirra.“

Þá sagði Balak til Balaam: „Hvað gjörir þú mér? Ég lét sækja þig að bölva mínum óvinum og sjá, þú blessar þá?“ Hann svaraði og sagði: „Skal ég það ekki halda og tala sem Drottinn leggur mér í munn?“ Balak sagði til hans: „Kom enn með mér á einn annan stað af hverjum þú kannt að sjá nokkuð af þeim og þó ei alla og bölva þeim þar fyrir mig.“

Og hann færði hann uppá eirn njósnarhól á hvirfli fjallsins Pisga og byggði þar sjö altari og offraði yfir hvert altari einum uxa og einum hrút. [ Og [ sagði til Balak: „Statt þú hér hjá þinni brennifórn, ég vil þar að gæta.“ Og Drottinn mætti Balaam og gaf honum orðið í hans munn og sagði: „Far til Balak aftur og tala so.“ Og sem hann kom til hans aftur, sjá, þá stóð hann hjá sínu brennioffri með Móabítis höfðingjum. Og Balak sagði til hans: „Hvað sagði Drottinn?“

Og hann upphóf sitt mál og sagði: „Rís upp Balak og heyr þú til. Gaumgæf þú hvað ég segi, þú son Sipór. Guð er ekki maður að hann ljúgi, eigi heldur mannsson svo hann angri nokkuð. Skyldi hann segja nokkuð og gjöra það ekki? Skyldi hann tala nokkuð og halda það ekki? Sjá, ég er hafður hingað að blessa. Ég blessa og má því ekki umbreyta. Menn sjá öngva [ mæðu í Jakob og ekkert erfiði í Ísrael. Drottinn hans Guð er hjá honum og kóngsins lúðrar á meðal þeirra. Guð færði þá af Egyptalandi, hans styrkleiki er líka sem eins einhyrnings. Því ekkert fjölkynngi er í Jakob og enginn spásagnari í Ísrael. Á sínum tíma skulu menn tala um Jakob og Ísrael hverjar dásemdir Guð gjörir. Sjá þú, það fólk skal uppstanda sem einn ungur león og það skal upphefja sig sem eitt león. Það skal ekki leggja sig fyrr en það uppétur herfangið og drekkur blóðið af því sem í hel er slegið.“

Þá sagði Balak til Balaam: „Þú skalt hverki bölva þeim né blessa.“ Balaam svaraði og sagði til Balak: „Hef ég ekki sagt þér að allt það sem Drottinn segir það skal ég gjöra?“ Balak sagði til hans: „Kom þó sem áður, ég vil leiða þig enn til eins staðar. Mætti ske að Guð vildi sér þóknast láta að þú bölvar þeim þar fyrir mig. Og hann færði hann á eina hæstu hæð fjallsins Peór sem að horfir til eyðimerkur. Og Balaam sagði til Balak: „Gjör mér hér sjö altari og lát mig fá sjö uxa og sjö hrúta.“ Balak gjörði sem Balaam sagði og offraði einum uxa og einum hrút yfir hvert altari.