VII.

Nú sem Davíð kóngur sat í sínu húsi og Drottinn hafði gefið honum hvíld fyrir öllum hans óvinum allt um kring þá sagði hann til Natan spámanns: [ „Sjá, eg bý í einu húsi sem er byggt af sedrusviði en Guðs örk býr undir tjaldþaki.“ Natan svaraði kónginum: „Far og gjör allt það þú hefur í þínu hjarta því Drottinn er með þér.“

Á þeirri nótt kom orð Drottins til Natan og sagði: [ „Far og seg þú mínum þjón Davíð: Svo segir Drottinn: Skalt þú byggja mér eitt hús að búa í? Eg hefi ekki í nokkru húsi búið frá þeim degi sem eg færði Ísraelssyni af Egyptalandi og allt til þessa dags heldur hefi eg gengið í tjaldbúðum og landtjöldum hvar sem eg fór með öllum Ísraelssonum. Hefi eg og nokkurn tíma talað við nokkurn af Ísraels kynkvíslum sem eg hefi bífalað að fæða mitt fólk Ísrael og sagt so: Því byggi þér mér ekki neitt hús af sedrusviði?

Því skalt þú nú so segja til Davíðs míns þjóns: [ Svo segir Drottinn Sebaót: Eg tók þig af sauðahúsi að þú skyldir vera einn höfðingi yfir mitt fólk Ísrael. Síðan hefi eg og verið með þér hvert sem þú hefur gengið og so hef eg upprætt alla þína óvini fyrir þig og gjört þér eitt stórt nafn svo sem annarra maktarmanna á jörðu. Og eg vil skikka mínu fólki Ísrael einn stað og planta það og þar skulu þeir búa og ekki meir fara villt og ranglætissynir skulu ekki meir þvinga þá sem áður er skeð og frá þeim tíma er eg skikkaði dómendur yfir mitt fólk Ísrael, svo og vil eg gefa þér hvíld fyrir öllum þínum óvinum. Og Drottinn kunngjörir þér að Drottinn vill gjöra þér eitt hús.

En þá þinn tími er nú kominn að þú ert sofnaður með þínum feðrum þá vil eg uppvekja þitt sæði eftir þig hvert koma skal af þínu lífi og hans ríki vil eg staðfesta. [ Hann skal mínu nafni eitt hús byggja og sæti hans konunglega ríkis vil eg staðfesta ævinlega. Eg vil vera hans faðir og hann skal vera minn sonur.

Ef hann misgjörir þá vil eg tyfta hann með mannanna hrísi og með plágum þeirra mannanna sona. En minni miskunnsemi skal eg ekki snúa frá honum svo sem eg sneri henni frá Saul hvern eg í burt tók frá þér. En þitt hús og kóngsríki skal vera staðfast ævinlega fyrir þér og þitt hásæti skal stöðugt standa eilíflega.“ [

En sem Natan hafði nú kunngjört Davíð öll þessi orð og alla þessa vitran þá kom Davíð kóngur og var fyrir Drottni og sagði: „Hver er eg, Drottinn, Drottinn, og hvað er mitt hús að þú hefur fært mig allt hingað? Og enn þótti þér það ei nóg, Drottinn, Drottinn, heldur talaðir þú um þíns þénara hús sem koma skal löngum tíma hér eftir. Það er [ mannsins lögmál sem er Guð Drottinn. Og hvað skal Davíð meir tala við þig? Þú þekkir þinn þénara, Drottinn, Drottinn. Sökum þíns orðs og eftir þínu hjarta hefur þú gjört alla þessa stóra hluti að þú vildir kunngjöra þá þínum þénara.

Þar fyrir ert þú mjög miklaður, Drottinn Guð. Því að þar er enginn so sem þú og þar er enginn Guð nema þú eftir öllu því sem vér höfum heyrt með vorum eyrum. Því hvar er slíkt fólk á jörðunni sem þitt fólk Ísrael? Fyrir hvers skuld Guð framgekk að frelsa sér eitt fólk og að gjöra sér eitt nafn og að verka svoddan stóra og hræðilega gjörninga á jörðunni fyrir þínu fólki hvert þú frelsaðir þér af Egyptalandi frá heiðingjum og þeirra guðum. Og þú tilbjóst þér þitt fólk Ísrael þér til ævinlegs fólks og þú, Drottinn, ert orðinn þeirra Guð.

Svo staðfest þú nú, Drottinn Guð, það orð ævinlega sem þú talaðir um þinn þénara og um hans hús og gjör sem þú hefur talað. Þá mun þitt nafn miklast til ævinlegrar tíðar svo að menn skulu segja: Drottinn Sebaót er Guð yfir Ísrael, og Davíð þíns þénara hús skal standa staðfast fyrir þér. Því að þú, Drottinn Sebaót, þú Ísraels Guð, hefur opnað þíns þénara eyru og sagt: Eg vil byggja þér eitt hús. Þar fyrir hefur þinn þénari fundið sitt hjarta að hann biður þessa bæn til þín. Nú Drottinn, Drottinn, þú ert Guð og þín orð skulu blífa sannleikur. Þú talaðir þetta hið góða til þíns þénara. So tak nú til og blessa þíns þénara hús svo það sé ævinlega fyrir þér. Því þú, Drottinn, Drottinn, hefur það talað og með þinni blessan skal þíns þjóns hús blessast ævinlega.“