XXXI.

En sem þetta var nú allt fullkomnað þá fór allur Ísrael sem fannst í Júdaborgum og sundurbrutu skúrgoðin og niðurhjuggu lundana og brutu niður altarin á hæðunum sem þeir fundu í öllum Júda, Benjamín, Efraím og Manasse, allt þar til að það var allt eyðilagt. [ Eftir það reistu Israelissynir aftur til sinna eigna og staða. [

En Esekías kóngur skikkaði prestana og Levítana hvern til sinnar þénustu í sínu embætti, bæði prestana og Levítana, til brennifórnanna og þakklætisfórnanna, að þeir skyldu þjóna, þakka og lofa í herbúðardyrum Drottins. Og kóngurinn gaf sinn part af sínu góssi til brennioffurs, bæði á morna og kveld, til sabbatsdaga, til kalendasdaga og til annarra hátíða, so sem skrifað stendur í lögmáli Drottins.

Og hann sagði til fólksins þess sem bjó í Jerúsalem að allir skyldu gefa prestunum og Levítunum þeirra hlut til þess að þeir mættu þess fastara [ halda við lögmál Drottins. Og sem þetta kóngsins boð barst út þá gáfu Ísraelssynir stórmikinn fyrsta ávöxt af korni, víni, viðsmjöri, hunangi og af allsháttuðum ávexti sem af mörkinni innkom og allra handa tíundir alls jarðargróða nóglega. Líka og svo gjörðu Ísraels- og Júdasynir sem bjuggu í Júdastöðum, færðu og tíundir af uxum og sauðum og svo tíund af því sem helgað var og þeir höfðu Drottni sínum Guði og söfnuðu þessu saman hér og þar í hrúgur. Í þeim þriðja mánuði tóku þeir til að leggja þetta til samans en í þeim sjöunda mánuði fullkomnuðu þeir þetta.

En sem Esekías kóngur og höfðingjar gengu inn og sáu soddan [ samsafnan þá lofuðu þeir Drottin og hans fólk Ísrael. Og Esekías spurði prestana og Levítana að um þessa samansafnan. En Asarja sá ypparsti kennimaður í húsi Sadók svaraði og sagði til kóngsins: „Frá þeim tíma sem menn tóku til að bera fram frumfórnir í hús Drottins þá höfum vér etið og saddir orðið og þó er enn so mikið afgangs. Því að Drotinn hefur blessað sitt fólk, því er þetta afgangurinn.“ Þá bauð kóngurinn að kornhlöður skyldu smíðast hjá húsi Drottins. Og sem þær voru búnar þá lögðu þeir þar inn bæði frumfórnirnar og tíundirnar og annað það sem helgað var trúlega.

Og sá Levíti sem hét Kananja var skikkaður til eins höfðingja þar yfir og Símeí hans bróðir annar og Jehíel, Asasja, Nagat, Asahel, Jerímót, Jósabat, Elíel, Jesmakja, Mahat og Benaja voru tilsettir af Kananja og Símeí hans bróðurs hendi eftir kóngsins Ezechie skipan. En Asarja var höfðingi í Guðs húsi. En Kóre son Jenna sá Levíti dyravörður í mót austri var yfirsettur það sem Guði var gefið af frjálsum sjálfs vilja, frumburði og það sem helgað var í það allrahelgasta. Og undir hans hendi voru þessir: Eden, Minjamín, Jesúa, Semaja, Amarja og Sakaría í prestanna stöðum, að þeir skyldu gefa þeirra bræðrum eftir þeirra skikkan, þeim minnsta svo sem þeim hinum stærsta.

Þar með þeim sem voru reiknaðir af kallkyni, þriggja ára gamlir og þaðan af eldri, á millum allra þeirra sem gengu í Guðs musteri, hver á sínum degi til síns embættis í þeirra varðhaldi eftir þeirra skikkan. En þeir sem reiknaðir voru fyrir prestana í þeirra feðra húsi, tvítugir og þaðan af eldri í þeirra varðhaldi eftir þeirra skikkan, svo og þeir sem reiknaðir voru á millum þeirra sona, kvenna og dætra með öllum almúganum. Því þeir helguðu trúlega það heilaga. Þar voru og menn með nafni tilnefndir meðal sona Arons prests á ökrunum og í forstöðum allra staðanna að þeir skyldu gefa öllu kallkyni á meðal prestanna einn part og svo líka öllum þeim sem reiknaðir voru á meðal Levítanna.

Svo gjörði Esekías í öllum Júda og gjörði hvað gott og rétt og sannarlegt var fyrir Drottni sínum Guði. [ Og í öllum hans gjörningum sem hann upphóf til þjónustugjörðar í Guðs húsi eftir lögmálinu og boðorðunum að leita síns Guðs, það gjörði hann af öllu hjarta og því hafði hann lukku.