III.

Tökum vér enn aftur til að hæla sjálfum oss? Eða þurfum vér líka so sem aðrir nokkrir hólsbréfanna til yðar eður hólsbréfin af yður? Þér eruð vort bréf skrifað í vorum hjörtum sem auðkennt og lesið verður af öllum mönnum, þér sem augljósir eruð vorðnir það þér eruð bréf Christi, tilreiddir fyrir prédikunarembætti og af oss skrifaðir, eigi meður bleki heldur meður anda Guðs lifanda, eigi á steinspjöldum heldur á holdlegum spjöldum hjartans. En slíkt traust höfum vér fyrir Christum til Guðs, eigi svo það vér séum af sjálfum oss neytir nokkuð að hugleiða so sem af sjálfum oss til heldur ef vér erum nokkuð neytir þá er það af Guði, sá að oss gjörði neyta fram að flytja embætti hins nýja testamentis, eigi bókstafsins heldur andans. Því að bókstafurinn deyðir en andinn lífgar.

En fyrst það embætti sem fyrir bókstafinn deyðir og á steinum er grafið hafði bjartleik svo að Ísraelssynir gátu ei litið í ásjónu Moysi fyrir bjartleika sakir hans andlits, sem þó tekur enda, hvernin skyldi þá ekki miklu meir það embætti sem andinn gefur bjartleik hafa? [ Því fyrst það embætti sem fyrirdæmingina boðar hefur birti miklu framar hefur þá það embætti er réttlætið boðar yfirgnæfanlegan bjartleik. Því að í suman máta það sem bjart var, þa er fyrir öngva birti haldanda í gegn þessari yfirgnæfanlegri birti. Því fyrst það hafði birti sem enda tekur, miklu framar mun það hafa birti sem stöðugt blífur.

Af því vér höfum nú slíka von þá erum vér djarfir í nóg og gjörum eigi so sem Moyses gjörði, hver eð fortjald hengdi fyrir sína ásján so að Ísraelssynir fengu eigi litið ending þess er enda tók, heldur eru þeirra hugskot forblinduð. Því að allt til þessa dags blífur það sama fortjald tillukt yfir því gamla testamento þann tím sem þeir lesa það, hvert að fyrir Christum tekur enda. Því að enn allt til þessa dags þá Moyses verður lesinn hengur það fortjald fyrir þeirra hjörtum. En ef þeir snerust til Drottins so yrði það fortjald í burtu tekið. Því að Drottinn er andi. En hvar andi Drottins er, þar er frelsi. En nú skoðum vér allir birti Drottins so sem í spegli meður óhuldri ásján og vér verðum so í þeirri samri mynd uppbirtir frá einnri birti til annarrar so sem af Drottni, hver að einn andi er.