VI.

Þá bauð Daríus kóngur að leita skyldi í kanselíið í kóngsins féhirsluhúsum sem voru í Babýlon. [ Þá fannst í Ahmeta á því sloti sem liggur í Meden ein bók og í henni stóð einn gjörningur so skrifaður:

„Á því fyrsta ári Cyri kóngs bauð Cyrus kóngur að byggja Guðs hús í Jerúsalem, í þeim stað sem menn offruðu, að leggja grundvöllinn sextígi álna hávan og sextígi álna breiðan og þrjá veggi af allra handa steinum og einn vegg af tré og að kostnaðurinn skyldi gefast af kóngsins húsi. Þar með þau guðs húss gullker og silfurker sem að Nabogodonosor tók af musterinu í Jerúsalem og hafði með sér í Babýlon, þau skulu leggjast aftur so þau sé höfð aftur í musterið Jerúsalem í sinn stað í Guðs húsi.“

„Þar fyrir víkið langt frá þessum mönnum, þú Tatnaí landsfóviti hinumegin vatsins og Starbosnaí og allt yðart ráð af Aparsak, þér sem eruð á hina síðu vatsins. [ Látið það Guðs hús uppbyggjast svo að Gyðinganna landsins fóvitar og þeirra öldungar megi uppbyggja Guðs hús í sínum stað. Það er og bífalað af mér hvað gefast skal öldungunum af Júda svo að þeir uppbyggi Guðs hús, sem er að þeim skal gefast af kóngsins góssi og rentu hinumegin vatsins, vandlega, og þeirra verk skal ekki forhindra.

Og ef þeir hafa þörf á kálfum, lömbum eða höfrum til brennifórna að fórnfæra Guði á himnum, hveiti, salt, vín og viðsmjör eftir prestanna siðvenju í Jerúsalem, þá skal þeim gefast það daglega svo sem tilheyrir svo að það skal eigi forsómast, svo að þeir megi offra Guði í himninum til eins sæts ilms og biðji fyrir kóngsins lífi og hans sona. Svoddan bífalning er gefin af mér. Og hver sá maður sem að umbreytir þessari vorri skipan, af hans húsi skal takast einn bjálki og skal uppreisast og sá hinn sami skal þar á hengjast og hans hús skal vera forbrotið sökum þess gjörnings. En Guð sá sem býr í himninum hann fyrirfari öllum kóngum og öllu fólki sem útrétta sínar hendur til að breyta og brjóta Guðs hús í jerúsalem. Eg Daríus hefi þetta boðið og vil að þetta skal vandlega framkvæmast.“

Þetta gjörði Tatnaí landsfóviti hinumegin vatsins vandlega og Starbosnaí og þeirra ráðuneyti til hverra Daríus kóngur hafði sent. Og þeir hinu elstu af Gyðingum uppbyggðu Guðs musteri so það gekk fast fram eftir spádómi Haggei og Sakarei sonar Iddó spámanna og þeir byggðu og uppreistu eftir Ísraels Guðs bífalning og eftir skipan Cyri, Darii og Artaxerxes kónga af Persia. Og þeir fullkomnuðu húsið inn til þess þriðja dags í adarmánaði, það var á því sjötta ári ríkis Darri kóngs. [

Og Ísraelssynir, prestarnir og Levítarnir og þeir aðrir sem úr fangelsinu komu héldu vígslu Guðs húss með gleði. Og þeir offruðu í kirkjuvígslunni Guðs húss hundrað kálfa, tvö hundruð lamba, fjögur hundruð hafra og til syndoffurs fyri allan Ísrael tólf kjarnhafra eftir ættartölu Israelissona og skikkuðu prestunum í sínar skipanir og Levítana í sitt varðhald að þjóna þeim Guði sem er í Jerúsalem, svo sem skrifað stendur í Mósesbók. [

Og herleiðingarinnar synir héldu páska þann fjórtánda dag í þeim fyrsta mánuði. [ Því að prestarnir og Levítarnir höfðu hreinsað sig svo þeir voru allir hreinir svo sem einn maður. Og þeir sæfðu páska(lamb) fyrir alla herleiðingarsonu og fyrir prestana þeirra bræður og fyrir sig. Og Ísraelssynir þeir sem komnir voru úr herleiðingunni og allir þeir sem sig höfðu skilið frá heiðingjanna saurugleika í landinu að leita Drottins Guðs Ísraels, þeir átu og héldu ósýrðra brauða hátíð í sjö daga með fagnaði. Því að Drottinn hafði gjört þá glaða og snúið kóngsins hjarta af Assyria til þeirra so þeir yrðu styrkvir í Guðs húss gjörningi, sem er Ísraels Guð.