XXII.

Þá kallaði Jósúa þá sonu Rúben og þá sonu Gað og hálfan kynþátt Manasseættar og sagði til þeirra: „Þér hafið haldið allt það sem Móses Guðs þénari bauð yður og hafið hlýtt mínum orðum í öllu því sem eg hefi boðið yður. [ Þér hafið og ekki yfirgefið yðar bræður í langan tíma, allt til þessa dags, og hafið skikkað yður eftir Drottins yðars Guðs boði. Og nú sökum þess að Drottinn yðar Guð hefur gefið yðrum bræðrum hvíld sem hann þeim lofaði þá hverfið aftur til yðra tjaldbúða í yðar erfðalandi sem Móses Guðs þénari gaf yður hinumegin Jórdanar.

En alleinasta haldið það með allri gætni að þér gjörið eftir þeim boðorðum og lögum sem Móses Drottins þénari bauð yður að þér elskið Drottin yðar Guð og gangið í hans vegum, geymið hans boðorð og haldið yður að honum af öllu hjarta og af allri sálu.“ [ Svo blessaði Jósúa þá og lét þá fara. Og þeir fóru í burtu til sinna tjaldbúða.

Móses hafði gefið hálfum kynþætti Manassesættar til eignar Basan. Þeim öðrum helmingi gaf Jósúa þessumegin Jórdanar í vestur á meðal þeirra bræðra. [ Þá hann lét þá fara til sinna tjaldbúða og hafði blessað þá sagði hann til þeirra: „Þér komið nú heim aftur til yðra tjaldbúða með miklum auðæfum, með mikið fé; silfur, gull, kopar, járn og klæði. So útskiptið nú þessu hinu sama yðar óvina herfangi með yðrum bræðrum.“ Svo sneru þeir Rubenitae, Gadditae, hálf Manasseætt aftur og skildu við Ísraelssonu í Síló hver að liggur í Kanaanlandi og fóru í land Gíleað til síns erfðalands hvert þeir höfðu fengið að erfð eftir Drottins bífalningu fyrir Mosen.

En þá þeir komu til þeirra steinhæða hjá Jórdan sem liggja í Kanaanlandi þá byggðu þeir inu sömu Rubenitae, Gadditae og hálf Manasseætt þar hjá Jórdan eitt mikið prýðilegt altari. En þá Ísraelssynir það heyrðu sögðu þeir: „Sjáið, synir Rúben, synir Gað og hálf Manasseætt hafa byggt eitt altari gagnvart Kanaanlandi hjá þeim steinhrúgum við Jórdan á þessa síðu við Ísraelssonu.“ Síðan söfnuðust þeir saman í Síló með öllum almúganum svo að þeir fari upp í móti þeim með her og sendu til þeirra í Gíleaðland Píneas son Eleasar kennimanns og með honum tíu af þeim æðstum höfðingjum af þeirra föðurs húsi, einn af hverju Ísraelskyni. [ Og sem þeir fundu þá í Gíleaðlandi töluðu þeir til þeirra og sögðu: „Allur Drottins almúgi lætur svo segja yður:

Hvar fyrir hafi þér syndgast í móti Ísraels Guði að þér sneruð yður í dag frá yðrum Drottni með því að þér byggðuð yður eitt altari og félluð so frá Drottni? [ Eða eru Peór misgjörðir oss of litlar af hverjum vér erum ekki enn hreinsaðir á þessum degi og þar kom ein plága yfir Guðs almúga? Og þér snúið yður í dag frá vegi Drottins og eruð fallnir á þessum degi frá yðrum Guði so að hann í dag eður á morgun er reiður upp á allan Ísraelssöfnuð. [ Ef yður þykir að yðart eigið land sé óhreint þá komið yfir í þetta land Drottins þar sem Guðs tjaldbúðy stendur og takið yðarn erfðarpart á meðal vor og fallið hverki frá Drottni né frá oss so að þér byggið yður eitt altari, anað heldur en Drottins vors Guðs altari. Syndgaðist ekki Akan son Serha á því bannfærða og því kom Guðs reiði yfir allan Israelissöfnuð svo hann galt ekki alleina síns misgjörnings?“

Þá svöruðu synir Rúben og synir Gað og hálf Manassekynkvísl og sögðu til höfðanna og höfðingja Ísrael: „Drottinn, sá sterki Guð, Drottinn, sá sterki Guð veit það, svo veit það Ísrael: Ef föllum vér frá eða misgjörum vér í mót Drottni þá hjálpi hann oss ekki á þessum degi. Ef vér byggðum það altari þar fyrir að vér vildum snúa oss frá Drottni að offra brennioffri eða matoffri þar yfir eða að færa þakklætisoffur þar á fyrir Drottni, þá útkrefji hann þess. Og höfum vér ekki heldur það gjört fyrir umhyggjusakir, segjandi: Yðar synir mega segja til vorra sona í dag eður á morgun: Hvað hafi þér að gjöra með Drottin Israelis Guð? Því að Drottinn hefur sett Jórdan til landamerkja á meðal vor og yðar sona Rúben og Gað, þér hafið ekkert hlutskipti í Drottni. Þar með mættu yðar synir vísa vorum sonum frá ótta Drottins.

Því sögðum vér: Látum oss byggja eitt altari, ekki til offurs, eigi heldur til brennifórna, heldur að það sé einn vitnisburður á millum yðar og vor og vorra eftirkomenda að vér megum gjöra Guðs þjónustu fyrir honum með vorum brennifórnum, þakkaroffri og öðrum fórnfæringum so yðar synir þurfa ekki að segja til vorra sona í dag eður á morgun: Þér hafið ekkert hlutskipti í Drottni. [ Nær þeir vilja svo segja til vor eða til vorra eftirkomenda í dag eður á morgun þá mega þeir segja: Sjáið líking Drottins altaris sem vorir forfeður gjörðu, eigi til offurs né til brennifórnar, heldur til eins vitnisburðar á millum vor og yðar. Það sé langt frá oss að vér skyldum falla frá Drottni að vér vildum snúa oss í dag frá honum og uppbyggja oss eitt altari til brennifórnar og til matoffurs og til annarra fórna fyrir utan Drotins vors Guðs altari hvert að stendur fyrir hans tjaldbúð.“

En þá Píneas kennimaður og þeir æðstu almúgans höfðingjar í Ísrael sem voru með honum heyrðu þessi orð sem synir Rúben og Gað og Manasse sögðu þá líkaði þeim það vel. Og Píneas son Eleasar kennimanns sagði til sona Rúben, Gað og Manasses: „Í dag merkjum vér að Drottinn er á meðal vor að þér hafið ekki syndgað á móti Guði í þessum misgjörningi. Nú hafi þér frelsað Israelissonu af hendi Drottins.“

So ferðaðist Píneas son Eleasar kennimanns og þeir yppöstu af landi Gíleað frá sonum Rúben og Gað yfir um aftur í Kanaanland til Ísraelssona og kunngjörðu þeim allt þetta. En Ísraelssonum þóknaðist það vel og lofuðu Guð Ísrael og sögðust ekki meir vilja draga upp í mót þeim með herlið til að fordjarfa það land sem synir Rúben og Gað bjuggu úti. Og synir Rúben og Gað kölluðu það altari: „Það sé vitnisburður á millum vor og að Drottinn er Guð.“ [