XXXI.

Vaka eftir auðæfum fortærir holdinu og áhyggju þar fyrir að hafa bannar að sofa. [ Þegar nokkur liggur með áhyggju so vaknar hann oft líka sem mikil sótt jafnan uppvekur.

Sá er ríkur sem að arfiðar og dregur saman peninga og hættir við og neytir þeirra einnin. Sá er fátækur sem arfiðar og græðir ekki og þegar hann hættir við þá er hann þó ölmösumaður.

Hver hann elskar peninga sá blífur ekki án syndar og hver hann leitar forgengilegra hluta mun þar með tapast.

Margir koma fyrir peninga sakir til ófalls og fordjarfast þar fyrir þeirra augum. Sá sem honum [ offrar steypir því og það hertekur hina óforsjálu.

Sæll er sá ríkur sem finnst óstraffanlegur og ekki leitar peninga. Hver er sá? Og skulum vér hann lofa. Því að hann gjörir mikla hluti með sínu fólki. Sá er í þessu verður reyndur og fundinn réttferðugur hann verður maklega lofaður. Hann mátti illt gjöra og gjörði það þó ei og skaða gjöra og gjörði hann ei. Þar fyrir helst hans góss og hinir heilögu munu prísa hans ölmösu.

Þá þú situr við ríks manns borð so rek ekki í sundur þitt gin og hugsa ekki: „Hér er nóg að eta.“ Hugsa þú heldur að eitt ótrútt auga er öfundarfullt (því að hvað er öfundsjúkara en þvílíkt auga?) og æpir þegar það sér tiltekið.

Tak ekki til alls þess sem þú sér framsett og tak ekki það sem liggur fyrir hinum á diskinum. Tak þú mark á sjálfum þér hvað þinn náungi gjarna eður ógjarna hefur og haf þig skynsamlega um alla hluti.

Et svo sem einn [ maður af því sem fram fyrir þig er sett og et ei of mikið so menn gremjist þér ekki.

Fyrir hæversku skuld hættu fyrstur og vertu ekki óseðjanlegur svelgur so þú fáir öngvan óvinskap.

Þegar þú situr hjá mörgum so tak þú eigi fyrstur til.

Einn siðsamur maður lætur sér nægja með lítið. Þar fyrir þarf hann í sænginni ekki svo að stynja. Og þegar kviðurinn er so hóflega haldinn þá sofa menn hægt. So kann einn að morni snemma upp að standa og fer fínlega með sjálfum sér en einn gráðugur matarsvelgur sefur óvært og fær iðraverki og innantökur.

Nær þú hefur etið of mikið so rís upp og gakk í burt og legg þig til hvíldar.