V.

Og þú, Betlehem Efrata, þú sem ert lítil á meðal þúshunda í Júda, út af þér skal koma sá sem vera skal herra yfir mitt fólk Ísrael, hvers útgangur að verið hefur frá upphafi og þegar frá eilífri tíð. [ En á þessum lætur hann plága þá allt til þeirrar tíðar að sú sem fæða skal hefur fætt. So skulu þá hans eftirblífandi bræður aftur koma til Ísraelsbarna. [ En hann skal upprísa og fóðra þá í krafti Drottins og í sigri síns Guðs nafns. Og þeir skulu óhræddir búa því hann skal blífa dásamlegur á þeirri sömu tíð svo vítt sem veröldin er.

So skulu vér og hafa frið fyrir Assúr sem nú er innfallinn í vort land og hefur niðurbrotið vor hús. Því að [ sjö hirðarar og átta höfðingjar skulu uppvekjast á móti honum, hverjir fordjarfa skulu landið Assúr með sverði og Nimrods land með þeirra berum vopnum. Þá skulum vér frelsast frá Assúr sem er innfallinn í vort land og hefur niðurbrotið vor landamerki.

Og það sem eftir er af Jakob skal verða á meðal margs fólks líka sem ein dögg af Drottni og líka sem dropar á grasi, það sem eftir öngvum manni bíður, eigi heldur vonar á mennina. Já þeir sem eftir eru orðnir af Jakob skulu vera á meðal heiðingjanna hjá mörgu fólki líka sem eitt león á millum dýra í skógi og líka sem einn leónshvölpur á millum einnrar sauðahjarðar, hverjum enginn getur hamlað nær hann gengur þar í gegnum, niðurtreður og í sundur rífur. Því að þín hönd skal vinna sigurinn á öllum þínum mótstöðumönnum so að allir þínir óvinir skulu afmáðir verða.

Á þeim sama tíma, segir Drottinn, vil eg þína hesta í burt frá þér taka og þína vagna fordjarfa og afmá allar þínar borgir í landinu og niðurbrjóta alla þína sterka kastala. Og eg vil útreka alla töframenn frá þér so enginn teiknaútþýðari skal lengur vera hjá þér. Eg vil upprykkja þínum bílætum og þína afguði frá þér taka so þú skalt ekki þaðan í frá biðja til þinna handagjörninga. Og eg vil niðurbrjóta þína lunda og afmá þína staði. Og eg vil hefnast með grimmd og reiði á öllum heiðingjum sem ekki vilja hlýða.