VII.

Eftir þetta á dögum Artaxerxes kóngs í Pesia þá kom af Babýlon Esdra son Seraja, sonar Assaría, sonar Hilkía, sonar Sallúm, sonar Sadók, sonar Akítóf, sonar Amarja, sonar Asarja, sonar Merajót, sonar Seraja, sonar Úsí, sonar Búkkí, sonar Abísúa, sonar Pínees, sonar Elíasar, sonar Aron þess yppasta kennimanns, hver eð var vel skikkanlega skriftlærður í Móses lögmáli sem Drottinn Guð hafði gefið Ísrael. [ Og kóngurinn gaf honum allt það hann girntist eftir hans Drottins Guðs hendi sem yfir honum var.

Og þar fóru nokkrir af Israelissonum, prestar og Levítar, söngvarar, dyraverðir og Netením upp til Jerúsalem á því sjöunda ári Artaxerxes kóngs. Og þeir komu til Jerúsalem á þeim fimmta mánuði, það var á sjöunda ári kóngsins. Því að á þeim fyrsta degi hins fyrsta mánaðar byrjaði hann sína reisu frá Babýlon og þann fyrsta dag í þeim fimmta mánuði kom hann til Jerúsalem eftir góðri Guðs hönd sem yfir honum var. Því að Esdra setti sér í hjarta að leita lögmáls Drottins og að gjöra það og að kenna Ísrael boðorðin og réttindin.

Og þetta er innihald þess bréf sem kóngurinn Artaxerxes gaf Esdra kennimanni þeim skriftlærða sem að var einn lærari í Drottins orði og í hans boðorðum í Ísrael: [ „Artaxerxes, kóngur allra kónga, Esdra kennimanni og þeim skriftlærða í Guðs lögmáli af himninum. Friður og heilsan.

Svo er skipað af mér að allir þeir sem velviljugir eru til í mínu ríki af Ísraelsfólki, prestar og Levítar að ferðast til Jerúsalem þeir skulu fara með þér því þú ert sendur af kónginum og af þeim sjö ráðgjöfum að vitja Júda og Jerúsalem eftir Guðs lögmáli hvert að er undir þinni hendi og að þú takir með þér silfur og gull það sem kóngurinn og hans ráðgjafar viljuglega gefa Ísraels Guði hvers heimili að er í Jerúsalem. Og tak nú með þér allra handa gull og silfur það þú kannt að fá í öllum Babilonis landsálfum og það sem fólkið og prestarnir vilja viljuglega gefa til Guðs húss í Jerúsalem.

Tak það allt saman með þér og kaup með athygli með þeim sömu peningum kálfa, lömb, hafra, matoffur og drykkjaroffur svo það offrist yfir altarið í yðar Guðs húsi í Jerúsalem. Þar að auki hvað þér og þínum bræðrum þykir vel vera að kaupa skuli með þeim peningum sem yfir eru eða hvað af þeim skuli gjörast þá gjör það eftir yðvars Guðs vilja. Og þau ker sem þér eru gefin til þjónustugjörðar í þíns Guðs húsi þau skalt þú afhenda frá þér fyrir Guði í Jerúsalem. Og hvað sem meira þörf gjörist til þíns Guðs húss og þér heyrir til út að gefa þá lát þú gefast af kóngsins fésjóðum. Eg Artaxerxes kóngur hefi bífalað skattahöfðingjum hinumegin vatsins að hvað sem helst Esdra kennimaður, skriftlærður í Guðs lögmáli af himnum, krefur af yður þá gjörið það án dvalar allt til hundrað centener silfurs, hundrað coros hveitis og hundrað coros víns og hundrað coros viðsmjörs og salt skulu þér ekki mæla. Allt það sem heyrir til Guðs lögmáli af himninum þá skal það gjörast vandlega svo að eigi komi reiði yfir kóngsins ríki og hans syni.

Það skulu þér og vita að þér hafi öngva magt að leggja nokkurn skatt, toll eður árlegt útgjald upp á nokkurn kennimann, Levíta, söngvara, dyravörð, Nethíním og þénara í Guðs húsi. [ En þú, Esdra, skalt eftir þínum Guðs vísdómi setja dómendur og fóvita af þeim sem eru undir þinni hendi að dæma yfir öllu því fólki sem er hinumegin vatsins, alla þá sem vita þíns Guðs lögmál og hverjir þau ekki vita, þeim skulu þér kenna það og allir þeir sem ekki gjöra þíns Guðs lögmál með athygli og kóngsins þeir skulu fá sinn dóm fyrir sinn gjörning, hvert það er heldur til dauðans eða til útlegðar eða til síns góss fortöpunar eða til fangelsis.“ [

(Þá sagði Esdra:) Lofaður sé Drottinn Guð vorra feðra sem að þvílíkt hefur gefið kónginum í hjarta að hann vill so prýða Guðs musteri í Jerúsalem. Og hann hefur hneigt sína miskunnsemd til mín fyrir kónginum og hans ráðsherrum og öllum kóngsins vildarmönnum. Og eg varð hughraustur fyrir Drottins míns Guðs hönd sem yfir mér var og samansafnaði höfðingjunum að þeir færi upp með mér.