XXI.

Manasses var tólf vetra gamall þá hann tók kóngdóm og ríkti fimm og fimmtígi ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Hefsiba. Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, eftir heiðingjanna svívirðingum, hverja að Drottinn útrak fyrir Ísraelssonum. Og hann sneri sér og uppbyggði þær hæðir sem Ezechias hans faðir hafði niðurbrotið og uppreisti Baals altari og gjörði blótskóga svo sem gjört hafði Ísraelskóngur Akab og tilbað allsháttaðan himins her og þjónaði honum. Og hann reisti eitt altari í húsi Drottins um hvert að Drottinn sagði: „Eg vil setja mitt nafn í Jerúsalem.“ Og hann byggði öllum himinsins her altari í báðum görðunum sem að voru í kringum Drottins hús. Og hann lét sinn son ganga í gegnum eldinn, hann gaf gætur að fuglamáli og teiknum, hann setti fítonsmenn og táknaútleggjara og gjörði margt þvílíkt mjög mikið sem Drottni illa líkaði, honum til styggðar. [

Hann setti og eitt blótskúrgoð sem hann hafði gjört í það hús um hvert að Drottinn hafði sagt til Davíðs og til hans sonar Salómons: „Í þetta hús og í Jerúsalem sem eg útvaldi af öllum Israelis ættum vil eg setja mitt nafn ævinlega. Og eigi vil eg láta Ísraels fætur meir hrærast af landinu því sem eg gaf þeirra forfeðrum. Þó með því móti að þeir haldi og gjöri eftir öllu því sem eg hefi boðið þeim og eftir öllu því lögmáli sem Móses minn þénari bauð þeim.“ En þeir hlýddu ekki heldur villti Manasses þá so þeir gjörðu meiri illskur en þeir heiðingjarnir hverja Drottinn hafði eyðilagt fyrir Israelissonum.

Þá talaði Drottinn fyrir sína þénara spámennina og sagði: [ „Sökum þess að Manasses kóngur af Júda hefur gjört soddan svívirðingar og meiri illskur og ódáðir heldur en þeir Amoriter gjörðu sem að voru fyrir honum og hefur komið Júda til að syndgast með sínum skúrgoðum, þar fyrir segir Drottinn Israelis Guð so: Sjá, eg vil leiða ólukku yfir Jerúsalem og Júda og hver það heyrir, það mun gnísta í báðum hans eyrum. Og eg vil draga mælivað Samarie og þungan Akabs húss yfir Jerúsalem og eg vil afþurrka Jerúsalem líka sem einn maður þurrkar eitt fat og hvelfir því. En þó vil eg láta nokkuð af minni arfleifð blífa eftir og gefa þá í sinna óvina hendur svo þeir skulu verða öllum sínum óvinum að ráni og herfangi sökum þess að þeir gjörðu það sem mér illa líkaði og hafa styggt mig frá þeim degi sem þeirra forfeður fóru af Egyptalandi og allt til þessa dags.“

Og Manasses hellti út miklu saklausu blóði og uppfyllti alla Jerúsalem, að auk þeirra synda með hverjum hann kom Júda til að syndgast svo þeir gjörðu það sem Drottni illa líkaði. [

Hvað meir er að segja um Manassen og allt það sem hann hefur gjört og hans syndir sem hann framdi, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. Og Manasses sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í þeim grasgarði sem lá hjá hans húsi, sem var í grasgarði Úsía. Og Amón hans son varð kóngur í hans stað.

Amón hafði tvo vetur um tvítugt þá hann varð kóngur og hann ríkti tvö ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Mesulemet, dóttir Hárus af Jatba. Og hann gjörði það sem Drottni illa þóknaðist eins sem Manasses hans faðir og hann fór allan feril föður síns og þjónaði þeim afguðum sem faðir hans þjónaði og bað til þeirra en gleymdi Drottni Guði sinna forfeðra og gekk ekki á vegum Drottins. Og hans eigin þénarar báru ráð saman í móti Amón og slógu kónginn í hel í hans eigin húsi. En landsfólkið drap þá alla sem þvílíka uppreist gjörðu í móti kónginum. Síðan setti landsfólkið Jósíam hans son til kóngs í hans stað.