X.

Þá nú að inum unga Tóbías dvaldist so lengi í burtu sakir brúðkaups síns tók faðir hans, hinn gamli Tóbías, mjög áhyggjufullur að vera og segir so: [ „Hvað mun valda að sonur minn er so lengi í burtu eða hvað mun hann tefja? Jafnvíst að Gabel sé andaður og enginn vilji þá greiða honum peningana.“ Og urðu þá mjög hrygg bæði Tóbías og Hanna húsfrú hans og grétu bæði saman að sonur þeirra kom ei heim aftur í ákveðinn tíma.

Og móðir hans bar sig og mjög lítt svo að hún vildi sig eigi hugga láta og mælti: [ „Ó sonur minn, sonur minn! Hvar fyrir höfum við þig í burt sent frá okkur sem ert einnsaman okkar gleði og yndi lífs okkar í vorri elli, hjarta okkart og erfingi! Við hefðum nóga peninga haft hefðum við ekki látið í þig í burt frá okkur fara.“ Þá talaði Tóbías til hennar: „Þegi þú og gef þig til friðs. Syni okkrun gengur vel með Guðs vilja. Hann hefur einn trúan stallbróður með sér.“ En hún kunni öngvanegin að huggast og daglega var hún á farins fæti og leit á allar þjóðbrautir þar sem hans var að vænta og vildi vita hvort hún kynni ei vör við hann að verða.

En Ragúel talar þá við dótturmann sinn Tóbías: „Vertu kyrr hér hjá oss og vil eg senda mann til Tóbías föður þíns og kunngjöra honum að þú mátt vel.“ Þá svarar Tóbías: „Eg veit að faðir minn og móðir reikna nú alla daga og stundir og eru mjög áhyggjufull fyrir sökum mín.“ Og svo sem Ragúel bað Tobiam með mörgum orðum en hann vildi því ekki með nokkru móti samþykkjast bífalaði hann honum í vald Sara og gaf honum helming allrar eigu sinnar í þrælum og ambáttum, búsmala, úlföldum og yxnum og mikið fé annað og lét hann heilan og fagnandi frá sér fara, segjandi: „Heilagur engill Drottins sé í ferð með þér og leiði þig heilbrigðan aftur heim í þitt föðurs hús svo að þú finnir heila þína foreldra. Og Guð gefi að mér verði auðið að sjá ykkar börn með mínum augum áður en eg deyi.“

Og foreldrarnir kvöddu dóttur sína og kysstu hana og skildu við hana, gjörandi henni áminning að hún skyldi síns manns foreldra í heiðri hafa so sem sína eigin foreldra, elska bónda sinn, með athygli sjá fyrir sínum hjúum og halda sig sjálfa hæversklega. [