II.

So segir Drottinn: [ Saukum þriggja og fjögra Júda synda vil eg ekki hlífa honum því að þeir forsmá lögmál Drottins og halda ekki hans réttindi og láta sínar lygar tæla sig hverjum þerira feður eftirfylgdu, heldur vil eg skikka einn eld í Júda og hann skal uppbrenna herbergin til Jerúsalem.

So segir Drottinn: [ Sökum þriggja og fjögra synda Ísraels vil eg ekki hlífa þeim, því þeir selja þann réttláta fyrir peninga og þá fátæku fyrir eina skó. Þeir troða höfuð fátækra í gólfið og hamla vegum hinna voluðu. Sonurinn og faðirinn liggja hjá einni stúlku, með hverju þeir vanhelga mitt heilaga nafn. Og þeir framfalla í pantsettum klæðum fyrir hverju altari og drekka vín í þeirra guðahúsum frá þeim sem straffaðir eru.

Nú hefi eg þó afmáð þann Amoreum fyrir þá hver svo var hár sem sedrus og hans magt sem eikitré og eg afmáði hans ávöxt frá ofanverðu og allt til hans rótar. Og eg færða yður af Egyptalandi og leiddi yður um þá eyðimörk í fjörutígi ár so þér skylduð eignast það land Amoreis. Og eg uppvakti propheta af yðar börnum og þá Nazarenos af yðrum ungum sveinum. Þér Ísraelsbörn, er það ekki so? segir Drottinn. En þér gefið þeim Nazareis vín að drekka og bjóðið prophetonum: „Þér skuluð ekki spá.“

Sjá þú, eg vil gjöra eitt brak á meðal yðar líka sem þá brakar í einum vagni fullum af korni að sá sem er fljótur skal ekki undan flýja og hinn sem er sterkur skal ekki par megna og sá hinn megtugi skal ekki sínu lífi forðað geta. Og bogmennirnir skulu ekki viðstandast og sá sem harðast hleypur hann skal ekki undan komast og sá sem ríður skal ekki bjarga sínu lífi og sá sem er þreklegur á meðal sterkra skal flýja nakinn á þeim tíma, segir Drottinn.