Dína, dóttir Lea, hverja hún fæddi Jakob, gekk út að sjá þess héraðs dætur. [ En sem að Síkem, sonur Hemor Hevitei, þess lands höfðingja, sá hana tók hann hana með valdi og hafði samræði við hana. Og hans hugur hneigðist mjög til hennar og hafði hana harla kæra og talaði vinsamlega við hana. Og Síkem sagði til síns föðurs Hemor að hann skyldi biðja hennar honum til handa.

Sem Jakob fornam að hans dóttir Dína var ósæmd, en hans synir voru á akri með sínar hjarðir, þá var Jakob hljóður um þetta þar til þeir komu heim. Þá gekk Hemor, faðir Síkems, út og fann Jakob og talaði við hann. Og í því bili komu Jakobs synir af akri og sem þeir heyrðu hvað skeð hafði styggðust þeir við það og urðu mjög reiðir að hann hafði framið soddan eitt ljótt verk í Ísrael og ósæmt Jakobs dóttir, því það var ekki hæfilegt.

Þá talaði Hemor við þá og sagði: „Síkem sonur minn hefur mikla ást á yðar dóttir. Eg bið að þér gefið honum hana til eiginkonu. Gjörum mægðir vor á milli, giftið oss yðar dætur og takið yður til handa vorar dætur og búið hjá oss. Landið skal vera opið fyrir yður. Verið hér, kaupið og seljið og eignist landið.“ Og Síkem sagði til hennar föður og hennar bræðra: „Látið mig finna náð hjá yður, eg vil gefa yður hvað þér upp á setjið, æskið að eins frílega af mér bæði tilgjafar og skenkinga, eg vil gefa yður hvað þér hafa viljið, gefið aðeins stúlku þessa í mitt vald mér til eiginkvinnu.“

Þá svöruðu Jakobs synir Síkem og hans föður Hemor með undirhyggju sökum þess að þeirra systir Dína var ósæmd og sögðu til þeirra: „Eigi megum vér það gjöra að gifta nokkrum manni vora systir þeim sem ekki er umskorinn, því það er oss vanvirða. En þó viljum vér þá vera yður til vilja ef þér viljið verða oss líkir og láta umskera allt kallkyns yðar á millum, þá viljum vér gifta yður vorar dætur en taka oss til handa yðar dætur og búa hjá yður og vér viljum vera so allir einn lýður. En vilji þér ekki viljuglega láta umskera yður þá viljum vér taka vora dóttir og fara í burtu.“

Þessi ræða líkaði Hemor og hans syni vel. Og sveinnin tafði ekki að gjöra það því hann hafði stóra ást á dóttur Jakobs. En hann var ágætastur allra í síns föðurs húsi.

So komu þeir nú Hemor og hans sonur Síkem til borgarhliðsins og töluðu við borgarmenn sína og sögðu: „Þessir menn eru friðsamlegir hjá oss og vilja búa í þessu landi, kaupa og selja, en þér vitið að landið er nógu vítt fyrir þá. Vér viljum taka þeirra dætur oss til eiginkvenna og gifta þeim vorar dætur. En í þann máta vilja þeir vera oss til vilja að búa hjá oss og vera eitt fólk með oss ef vér viljum umskera allt kallkyns á meðal vor líka so sem þeir eru umskornir. Þeirra fé og fjárhlutir og allt það þeir hafa verður vort ef vær einskostar viljum gjöra þeim þetta til vilja so að þeir búi hjá oss.“

Og þeir hlýddu Hemor og Síkem hans syni, allir þeir sem gengu út og inn um þess staðar borgarhlið. Og þeir umskáru allt kallkyns sem gekk út og inn um þess staðar borgarhlið.

Á þeim þriðja degi þá er sár þeirra voru sollin þá tóku þeir tveir synir Jakobs, Símeon og Leví, bræður Dína, hvor sitt sverð og gengu djarflega í staðinn og drápu alla kallmenn. Og þeir drápu einnin Hemor og hans son Síkem með sverðseggjum og höfðu burt Dinam sína systir af húsi Síkem og gengu í burt. [

Þá komu Jakobs synir yfir þá sem slegnir voru og ræntu borgina, sökum þess að þeir höfðu ósæmt þeirra systur. Þeir tóku þar naut þeirra og sauði, asna og allt hvað þar var í borginni og á ökrunum og allt þeirra góss og öll börn og kvinnur tóku þeir að herfangi og ræntu öllu því sem var í þeirra húsum.

Þá sagði Jakob til Símeon og Leví: „Þið hafið stofnað mér til ólukku og gjört mig [ illa lyktandi við þessa lands innbyggjara sem eru Kananei og Peresei. Vér erum fáir, nær sem þeir samansafnast í móti mér þá slá þeir mig í hel so eg verð afmáður og mitt hús.“ Þeir svöruðu: „Skyldu þeir hafa þá breytt við vora systur so sem við aðra portkonu?“