XXIII.

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekki neitt bresta.

Hann fóðrar mig í lystilegum grashaga og leiðir mig fram að fersku vatni. [

Hann endurnærir sál mína, hann leiðir mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir.

Og þótt eg ráfaði í myrkvum (dauðans) dal þá hræðunst eg þó öngva ólukku því að þú ert hjá mér, þinn vöndur og stafur þeir hugsvala mér.

Þú tilreiðir eitt matborð fyrir minni sálu í gegn þeim eð hrella mig, þú smyr mitt höfuð með viðsmjöri og skenkir fullt á fyrir mig.

Gæska og miskunnsemi munu mér eftirfylgja mína lífdaga og eg mun búa í húsi Drottins ævinlega.