Tóbíasbók

I.

Þar var einn maður að nafni Tóbías af kyni Neftalím úr einni borg í Efri-Galilea, fyrir ofan Aser, á veginum til vinstri handar við hafið. Þessi sami maður var og með hertekinn á dögum Salmanasar kóngs af Assyria. [ Og þó hann væri með framandi fólki hertekinn svo er hann þó ekki að heldur frá horfinn Guðs orði. Og allt það hann hafði því skipti hann með sínum herteknum bræðrum og náungum. Og þó hann væri maður yngstur af kyni Neftalím hafði hann sig þó óbernsklega. Og þá hver maður vegsamaði þá gullkálfa sem Jeróbóam Ísraelskóngur hafði gjöra látið forðaðist hann svoddan svívirðing og hélt sig til musteris og guðsþjónustu í Jerúsalem og þjónaði þar Drottni og ákallaði Guð Israelis, gaf og sína frumburði og tíundir harla trúlega so hann gaf alltíð á þriðja ári útlendum mönnum, ekkjum og föðurlausum þeirra tíundir. [ Þessu hélt hann frá barnæsku eftir lögmáli Drottins.

Og þá er hann var vaxinn fékk hann sér húsfrú af ætt sinni, hét hún Hanna, og gat hann við henni son hvern hann nefndi og svo Tóbías og kenndi honum Guðs orð frá bernskualdri að hann óttaðist Guð og forðaðist syndir. [

Og svo sem hann var með öllu sínu frændliði, húsfrú og börnum meðal annarra hertekinna fluttur í borg þá er heitir Níníve og hver maður át af fórnum og fæðslu heiðinna manna varðveitti hann sig og saurgaði sig ekki með þvílíkri fæðslu.

Og með því að hann óttaðist Guð af öllu hjarta veitti Guð honum miskunn í augliti Salmanasar kóngs af Assyria so að hann leyfði honum í frelsi að fara hvert hann vildi og að útvega hvað honum þörf gjörðist. Fór hann nú til allra þeirra er í hertekning voru og veitti þeim huggun með Guðs orði.

Og þá er hann kom í þá borg Medorum er Rages heitir og hafði hjá sér tíu þúsund silfurs þar kóngurinn hafði bígáfað honum, og sem hann sá einn á meðal annarra Ísraelssona, Gabel að nafni, af sinni ætt, mjög þurfandi, fékk hann honum það sama silfur og tók af honum eina handskrift þar upp á. [

En löngu eftir dauða Salmanasar kóngs, þá sonur hans Sennakeríb eftir hann ríkti, hver eð var fjandmaður Israelissona, gekk Tóbías daglega um alla frændleifð sína. [ Hann huggaði þá og skipti sérhverjum nokkru af sínum auðæfum sem hann mátti. Hann nærði hungraða og klæddi nakta, þeim eð voru slegnir og drepnir veitti hann gröft. En Sennakeríb kóngur hafði flúið af Gyðingalandi þar Guð hafði lostið hann sakir sinnar guðlastanar. [ Þá nú þegar hann kom aftur grimmaðist hann og lét marga drepa af Ísraelsfólki. Þeirra sömu líkami lét Tóbías grafa. En þegar kóngurinn frétti slíkt bauð hann þá að hann skyldi drepa og tók frá honum alla hans eigu. En Tóbías flúði á burt með húsfrú sinni og syni, leyndist heimuglega með góðum vinum.

En eftir fimm og fimmtígi daga var kóngurinn af sínum eigin sonum drepinn. Þá fór Tóbías heim aftur í sitt eigið hús og allir fjárhlutir hans voru honum aftur skipaðir.