VI.

Og eg upplyfti mínum augum enn einu sinni og sá og sjá þú, þar voru fjórir vagnar sem framgengu á millum tveggja fjalla en þau sömu fjöll voru af kopar. Fyrir þeim fyrsta vagni voru rauðir hestar en fyrir þeim öðrum vagni voru brúnir hestar, fyrir þeim þriðja vagni voru hvítir og fyrir þeim fjórða vagni voru skjóttir hestar sterkir.

Og eg svaraði og sagði til engilsins sem talaði við mig: „Minn herra, hverjir eru þessir?“ Engillinn svaraði og sagði til mín: „Þetta eru þeir fjörir vindar undir himninum sem koma fram að þeir skulu framganga fyrir allra landa stjórnendur. En sá þeir svörtu hestar voru fyrir hann gekk í mót norðri en þeir hvítu hestar gengu eftir þeim en þeir skjóttu gengu í mót suðri, þeir sterku út gengu og drógu um kring so þeir færi í gegnum öll lönd.“ Og hann sagði: „Farið burtu og ferðist í gegnum landið.“ Og þeir drógu í gegnum landið. Og hann kallaði mig og talaði til mín og sagði: „Sjáðu, þeir sem draga í mót norðrinu, þeir koma mínum anda til að hvílast í landinu mót norðri.“

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Tak af þessum herteknu sem eru af Heldaí og af Tobía og af Jedaja og kom þú þann sama dag og gakk þú inn í Jósía Zophoniesonar hús, hverjir komnir eru frá Babýlon. En tak þú silfur og gull og gjör kórónur og set þær upp á höfuð Jósúa Jósedekssonar þess yppasta prests og segðu til hans: So segir Drottinn Sebaót:

Sjáðu, það er einn mann, hans nafn er [ Sema, því undir honum skal það vaxa og hann skal byggja Guðs musteri, já musteri Drottins skal hann byggja og bera vegsemdina og hann skal sitja og drottna á sínum stóli. [ Hann skal og vera prestur á sínum stóli og þar skal vera friður á millum þeirra beggja. Og þessar kórónur skulu vera þeim Helem, Tobía, Jedaja og Hen Zophoniassyni til einnrar minningar í musteri Drottins. Og þeir skulu af fjarlægð koma sem uppbyggja skulu musteri Drottins. Þá skulu þér viðurkannast að Drottinn Guð Sebaót hefur sent mig til yðar. Og það skal ske ef þér viljið hlýða rödd Drottins yðars Guðs.