CXLIX.

Halelúja.

Syngið Drottni nýjan lofsöng, samkundan heilagra á hann að lofa.

Ísrael gleðji sig þess sem hann hefur gjört, synir Síon veri glaðir yfir sínum konungi.

Hans nafn skulu þeir í dansinum lofa, meður bumbum og hörpum eiga þeir honum að spila.

Því að Drottinn hefur þóknan á sínu fólki og hjálpar hinum fáráða ágætlegana.

Hinir heilögu skulu glaðværir vera og vegsama og heiðra í sínum hvílurúmum.

Þeirra munnur skal Guð í orðum hefja og skulu tvíeggjuð sverð í höndum hafa,

so eð þeir megi hefndina fremja meðal heiðinna og refsingina meðal fólksins,

þeirra konunga að binda með fjötrum og þeirra eðlaborna meður járnviðjum,

so að þeir gjöri þeim þann dóm hvar af skrifað stendur. Svoddan dýrð eiga allir hans heilagir að hafa. Halelújja.