XXXV.

Sálmur Davíðs

Mótstatt þú, Drottinn, mína mótstöðumenn og berstu við þá sem í móti mér berjast.

Þríf þú skjöldinn og spjótið og tak þig upp mér til hjálpar.

Reið þú til spjótið og ver mig í móti mínum ofsóknurum, seg þú til minnar sálar: „Eg em þín hjálp.“

Skammist þeir sín og verði dáraðir sem leita að minni sálu, flýi þeir og til skammar verði sem mér vilja til vonda.

Verði þeir sem moldarduft fyrir vindi og engill Drottins hann fordrífi þá.

Þeirra vegur hann verði myrkur og hálka og engill Drottins hann ofsæki þá.

Því að þeir hafa fyrir öngva sök lagt sínar vélasnörur mér til fordjörfunar og hafa án saka minni sál gröfina grafið.

Óforvarandis komi það yfir hann og það netið sem hann hefur lagt veiði hann sjálfan og verði hann þar með yfirfallinn.

En mín sál hún gleðji sig í Drottni og sé glaðvær út í hans hjálpræði.

Öll mín bein þau mega vel segja: „Drottinn, hver er þér líkur? Þú sem frelsar hinn volaða í frá þeim sem honum yfirsterkari er og þann hinn fátæka og fáráða í frá ránsmönnum.“

Þar stóðu upp illir ljúgvottar og vitnuðu það á mig sem eg var ekki valdur.

Þeir gjalda mér illt fyrir gott, að koma mér í hjartans sorg.

En eg þá eð þeir voru sjúkir klæddist sorgarbúningi, þvingandi mig með föstum og út af hjarta þá baðst eg fyrir.

Eg hélt mig sem væri hann vinur minn og bróðir, eg gekk hljóður líka sem sá eð syrgir sína móður.

En þeir gleðja sig yfir mínu skaðræði og taka sig saman, hinir [ höltu setja sig upp á móti mér fyrir sakleysi, þeir hrifsa og kunna ei af að láta.

Meður hræsnurum og háðgjörnum mönnum búksins vegna bitu þeir sínum tönnum til samans yfir mér.

Drottinn, hversu lengi viltu sjá upp á það? Frelsa þú mína sálu í burt frá þeirra harki og mína þá einsömu frá þeim leónahvolpunum.

Í þeirri hinni miklu samkundu vil eg þér þakkir gjöra og á meðal mikils fólksfjölda vil eg lofa þig.

Láttu þá ekki gleðja sig yfir mér sem mig mótfalla ranglegana og ekki þá spotta mig með sínu augnatilliti sem mig hata fyrir ekkert.

Því þeir hugsa skaða að gjöra og leita falskra saka í móti þeim kyrrlátu í landinu.

Sínum munni gapa þeir í sundur á móti mér og segja: „Vel, vel, það sjáum vér gjarnan!“

Drottinn, þú sér það, þegi þú ekki, Drottinn, vertu mér ekki fjarlægur.

Statt upp og vakna til míns réttar og til míns málefnis, minn Guð og Drottinn.

Drottinn Guð minn, dæm þú mig eftir þínu réttlæti so að þeir gleðji sig ekki yfir mér.

Lát þá ekki segja í sínu hjarta: „Vel, vel, það vildum vér, vér höfum uppsvelgt hann!“

Skammist þeir sín og að skömm verði þeir allir sem gleðja sig af mínum óförum, með skömm og forsmán verði þeir klæddir sem vondslega tala á móti mér.

Fagni og gleðjist þeir sem mér unna míns réttar að njóta og þeir eð ætíð segja: „Mikillega sé Drottin lofaður, sá eð sínum þjón vill vel.“

Og mín tunga hún skal tala um þitt réttlæti og prísa þig daglegana.