IX.

Benjamín gat Bela sinn fyrsta son, Asbal annan, Ara þann þriðja, Nóa hinn fjórða, Rafa þann fimmta. [ En Bela átti þessa syni: Addar, Gera, Abíhúd, Abísúa, Naeman, Ahóa, Gera, Sfúfan og Húram.

Þessir eru synir Ehúð þeir sem voru feðranna höfðingjar á meðal borgaranna í Geba og drógu burt til Manahat, sem var Naeman, Ahía og Gera. Hann færði þá í burt og hann gat Úsa og Ahíúd. En Seharaím gat í landi Móab þá hann hafði látið fara frá sér Húsím og Baera sínar kvinnur og hann gat þá af Hódes sinni kvinnu Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam, Jeús, Sakía og Mirma. Þessir voru hans synir, höfðingjar í feðranna húsum.

Og hann gat af Húsím Abítób og Elpaal. Eber, Míseam og Samad voru synir Elpaal. Hann uppbyggði Ónó og Lód og hennar dætur. En Bría og Sama voru þeir yppustu feður á meðal borgaranna í Ajalon. Þeir útrýmdu þá í Gat. Og hans bróðir var Sasak, Jerímót, Sebadía, Arad, Ader, Míkael, Jespa og Jóha: Það eru synir Bría. Og Sebadía, Mesúllam, Hiskí, Heber, Jeslía, Jóbab: Þessir eru synir Elpaal. Jakím, Sikrí, Sabdí, Elínaí, Siltaj, Elíel, Adaja, Braja og Simrat: Þessir eru synir Símeí. Jespan, Eber, Elíel, Abdón, Sikrí, Hanan, Hananja, Elam, Antótía, Jefdeja og Pnúel: Þessir eru synir Sasak. Samseraí, Seharía, Atalía, Jaeresja, Elía og Sikrí: Þessir eru synir Jeróham. Þessir eru nú yppustu feðranna höfðingjar af þeirra ætt og bjuggu í Jerúsalem.

En í Gíbeon bjóð faðir Gíbeon og hans kvinna hét Maeka. En Abón var hans fyrsti son, Súr, Kís, Baal, Nadab, Gedor, Ahjó, Seker og Míklót. En Míklót gat Símeja og bjó í Jerúsalem þvert yfir frá sínum bræðrum hjá þeim.

Ner gat Kís en Kís gat Saul. [ Saul gat Jónatan, Melkísúa, Abínadab og Esbaal. [ En sonur Jónatan var Meríbaal. Meríbaal gat Míka. Synir Míka voru Píton, Melek, Taerea og Ahas. Og Ahas gat Jóadda. Jóadda gat Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí gat Mósa. Mósa gat Bínea og hans son var Rafa, hans son var Eleasa, hans son var Asel. Ase hafði sex syni. Þeir hétu so: Esríkam, Bokrú, Jesmael, Searja, Abadía og Hanan. Þeir voru allir synir Asel. Synir hans bróður Esek voru Úlam, hans fyrsti son, annar Jeús, sá þriðji Elífelet. En synir Úlam voru manna sterkastir og kænir með boga. Þeir höfðu og marga syni og sonarsyni, hundrað og fimmtígi. Þessir allir eru af sonum Benjamín.