XII.

Þó að hrósunin sé mér ekki nytsamleg þá vil eg þó koma við sjónirnar og opinberingar Drottins. [ Eg þekki mann í Christo. Fyrir fjórtán árum (var hann í líkamanum, það veit eg eigi eða var hann utan líkama, veit eg eigi, Guð veit það) – sá sami varð ryktur allt upp í hinn þriðja himin. Og eg þekki glöggt þann mann. Hvort hann var í líkama eður utan líkama veit eg eigi, Guð veit það. Hann varð upprykktur í paradís og heyrði óumræðileg orð þau sem enginn mann fær út talað. Af þessu vil eg mér hrósa en af sjálfum mér til vil eg ekki hrósa meir nema einasta míns breyskleika. Og þótt að eg vilji mér hrósa gjörða eg ekki fyrir það fíflslegana því að eg vil segja sannleikinn. En eg sporna við því þar fyrir það enginn haldi mig æðra en so sem hann á mér sér eða af mér heyrir.

Og so að eg stæri mig ekki af mikilleik þessara opinberinga er mér gefinn [ fleinn í holdið, einkum andskotans engill, hver mig með knefum slær, upp á það eg stæri mig ekki. Um hvað eg hefi Drottin þrisvar beðið það hann viki í burt frá mér. Og hann sagði til mín: „Lát þér nægja mína náð. Því að minn kraftur er í breyskvum máttugur.“ Fyrir það vil eg sem fegnastur hrósa mér míns breyskleika so að kraftur Krists byggi meður mér. Fyrir því em eg góðhugaður í breyskleikum, í vanvirðingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum Krists vegna. Því nær eg em breystkur þá em eg öflugur.

Eg em fífl orðinn af þeirri hrósan til hverrar þér þvingið mig. Því að eg átti að lofast af yður af því að eg em öngvum mun minnri en hinir æðstu postular þó að eg sé ekert. Af því þar eru postulateikn gjörð yðar á millri í allri þolinmæði, í táknum, í stórmerkjum og kraftaverkum. Því í hverju er það að þér eruð minniháttar en aðrar samkundur? Enema alleinasta í því það eg veitta yður eigi sjálfur neinn þunga. Fyrirlátið mér þann glæp. Sjáið, eg em reiðubúinn í þriðja sinn að koma til yðar og eg vil eigi vera yður þungur. Af því eg spyr ekki eftir yðru heldur að yður því börnin eiga öngvan auð foreldrunum saman að safna heldur foreldrarnir börnunum.

En eg vil sem fegnastur gefa mig út og útgefinn verða fyrir yðrar sálir hversu sem eg elska yður mjög og eg þó lítt elskaður verð. En látið það so vera eg hafi ekki gjört yður þyngsl heldur með því eg var slægur veidda eg yður með slægðum. En hefi eg nokkurn á tálar dregið fyrir einhvern þeirra sem eg senda til yðar? Eg áminnta Titum og sendi með honum einn bróður. Hefur Títus nokkuð tælt yður? Höfum vér ekki í einum anda og í sömum fótsporum gengið? Látið yður nú þykja aftur það vér forsvörum oss við yður. Vér tölum í Christo fyrir Guði.

En allt þetta sker yður, mínir kærustu, til betranar. Því eg óttunst ef að eg kem að eg finni yður ekki svo sem að eg vil og þér finnið mig ekki sem þér viljið, svo þar sé ekkert hat, agg, reiði, þræta, bakmælgi, kvis, hrokaskapur og órói yðar á milli. Svo að þá er eg kem það Guð niðurlægi mig enn aftur að nýju hjá yður og eg hljóti ekka að líða yfir mörgum þeim er áður höfðu syndgast og öngva yfirbót gjörðu fyrir þann óhreinleik, hóranir og óráðvendi sem þeir hafa framið.