IX.

Þess á milli þá Demetrius formerkti að Nicanor og hans lið var fallið og í hel slegið þá sendi hann enn aftur í Judeam þessa tvo, Balcidem og Alcimum, og með þeim sitt valdasta lið, þeim sem í orrustum var vant að vera í hægra fylkingararmi. [ Þessir reistu til Galgala og settust um Maslót í Arbela, unnu hana og í hel slógu þar fjölda fólks.

Því nærst á því hundraðasta fimmtugasta og öðru ári, í fyrsta mánaði, reistu þeir til Jerúsalem og þaðan til Berea með tuttugu þúsundir fótönguliðs og tvö þúsund riddara. [ Og Júdas setti sínar herbúðir hjá Laísa með þrjú þúsund manna. En þá hans menn sáu að óvinirnir höfðu so stórmikla magt þá skelfdust þeir og flýðu í burtu so að ekki voru eftir hjá Júda nema átta hundruð manna.

Þá Júdas sá að sitt lið hélt ei til samans og óvinirnir þrengdu þó að honum þá fékk honum það áhyggju. Og er hann sá að hann hafði ekki tíma til að hugga sitt lið og safna því til samans aftur þá talaði hann í þessari angist til þeirra sem eftir voru: „Rísum upp og látum oss reyna til ef að vér kunnum taka í móti óvinunum og slá þá.“ En þeir vildu ei og vörnuðu honum, segjandi: „Ei er það mögulegt að vér orkum nokkru heldur víkjum að sinni og förum burt og söfnum vorum bræðrum til samans aftur sem frá oss hafa flúið. Þá viljum vér snúa aftur í móti óvinunum og yfirfalla þá. En að sinni erum vér of fáliðaðir.“ En Júdas sagði: „Færri sé því að vér skulum flýja. Sé vor tími kominn þá viljum vér deyja mannlega vegna vorra bræðra og láta ekki vora æru verða til skammar.“ Og óvinirnir voru uppi og fylktu sínu liði so að skytturnar voru fremst og það besta stríðsfólk var í öndverðri fylkingu en riddaraliði var skipt í tvennt, sinn flokkur var hjá hvörum fylkingmararmi, höfuðsmaðurinn Bachides var í hinn hægra fylkingararm. Með so skipuðu liði reistu þeir fram með miklu herópi og herlúðrahljóðum. Þá lét Júdas og einnin blása í herlúðra og réðst í móti þeim. Og þeir börðust frá morni allt til kvelds so að jörðin skalf af miklu harki.

En þá Júdas sá að Bachides sjálfur og hans stærsta magt var í þeim hægra fylkingararmi þá féll hann þangað. Hann og aðrir þeir sem voguðu sínu lífi og þeir rufu þeirra fylking og slógu þennan hægra fylkingararm á flótta og eltu þá allt að berginu Asdód. En þá hinir í vinstra arm sáu þetta að Júdas elti þá þá flýttu þeir sér og einnin eftir Júdas. Þá varð Júdas að snúast við þeim og hann varðist lengi og þar varð harður bardagi so að margir urðu sárir og féllu af beggja liði þar til Júdas féll og einnin um síðir. [ Þá flýðu hinir sem eftir voru. Og Jónatas og Símon tók síns bróðurs líkama og grófu hann í hans feðra gröf. Og allt Ísraelsfólk grét Judam langan tíma og harmaði hann mjög og sagði: „Aví, kappinn er fallinn, sá sem verndaði og frelsti Ísrael!“

Þetta er sagan um Júda. En hann gjörði þó miklu fleiri stórvirki sem ekki eru öll skrifuð fyrir fjölda sakir.

Eftir fall Jude urðu þeir óguðlegu og þeir afföllnu aftur að ný megtugir í öllu Ísraelslandi. Og um þann tíma var mikið hallæri í landinu svo að allt fólk gaf sig undir Bachidem. Þá útvaldi Bachides óguðlega menn, þessa setti hann til fóvita og hann lét alla vegana leita eftir vinum og fylgdarmönnum Júdas og hafa þá fyrir sig svo að hann gæti hefnst á þeim og svala sinni reiði. [ Og þá var svoddan hryggð og hörmung í Ísrael hverrar líki ekki hafði verið síðan það menn höfðu öngvan propheta haft.

Þar fyrir komu fylgdarmenn Jude til samans og sögðu til Jónatan: „Eftir þíns bróðurs dauða þá höfum vér öngvan hans líka sem oss kann að vernda fyrir vorum óvinum og Bachide sem oss ofsækir. Þar fyrir kjósum vér þig í hans stað til að vera höfðingi og höfuðsmaður og hertugi í þessu stríði.“ [ So varð Jónatas þeirra höfðingi og stjórnari í staðinn síns bróðurs. Þá Bachides frétti það þá lét hann leita hans og vildi lífláta hann. En sem Jónatas og hans bróðir Símon fengu það að vita þá flýðu þeir og allir þeir sem hjá þeim voru til eyðimerkur Tecoe og settu sínar herbúðir við vatnið Aspar. [ Þetta spurði Bachides og hann bjó sig og fór í móti þeim.

Nú hafði Jónatas sent sinn bróður Johannem, sem var einn höfuðsmaður, til sinna vina Nabutheos að biðja þá að þeir vildu taka þeirra fé og góss í sína borg og varðveita það. En synir Jambri fóru út af Madaba og yfirféllu Johannem og gripu hann og tóku allt það sem hann hafði með sér og fluttu það í sína borg. [

Þar eftir var þeim Jonathe og Símoni sagt að Jamrisynir bjuggu til eitt mikið brúðkaup og áttu að flytja brúðina frá Nadabat með stóru bramli því að hún var dóttir eins höfðingja af Kanaan. [ Nú minntist Jónatas og Símon að þessir höfðu drepið þeirra bróður Johannem. Þar fyrir reistu þeir upp og geymdi sig undir fjallinu og sátu um Jambrisonu. En þegar brúðguminn reisti þar fram hjá með sínum vinum og með fjölda fólks og auðæfum, með bumbum og hljóðfærum og forkostulegu skrauti, þá stóðu þeir Jónatas og Símon upp úr fyrirsátrinu og féllu yfir þá og slógu marga í hel so að þeir sem eftir voru flýðu á fjöll og ræntu öllu þeirra góssi. Þá varð af brúðkaupinu eitt hjartans angur og sönghljóðin urðu að sorgargrát. So hefndu þeir dauða þeirra bróðurs og hvurfu aftur og fóru til Jórdanar.

Nú kom Bachides og til Jórdanar með miklu liði á þvottdegi. [ Þá sagði Jónatas til síns fólks: „Standið upp og búist til bardaga því að nú kunni þér ei hér kyrrir að liggja so sem fyrri því að óvinirnir eru þar fyrir hendi og vér hljótum að verja oss með því vér getum ekki undan komist. Því að vér höfum óvini bæði á bak og fyrir. So er Jórdan til einnrar handar en til annarrar eru fjöll og flóar. Þar fyrir skulu þér kalla í himininn so að þér verðið frelsaðir frá óvinunum.“ Og þeir börðust og Jónatas sló til Bachides. En Bachides veik undan. Og Jónatas og hans fólk gáfu sig í Jórdan og komust yfir vatnið en Bachides fólk var ekki so hugdjarft að það þyrði að gefa sig í vatnið. Og þar drápust á þeim degi þúsund manna af Bachides liði.

Þar fyrir reisti Bachides í burt aftur og kom til Jerúsalem og tók til að gjöra sterkar borgirnar í landinu. Hann lét byggja turna og háva múrveggi um Jeríkó, Amao, Bet Hóron, Betel, Tamnata, Fara, Tópó og setti þar inn stríðstfólk til varnar sem plága skyldu Ísrael. Sömuleiðis lét hann styrkja Bet Súra, Gasa og kastalann til Jerúsalem og setti þar inn stríðsfólk og forsorgaði þeim fæðslu. Og hann tók sonu þeirra yppurstu manna í gísling og varðveitti þá í kastalanum til Jerúsalem.

Á því hundraðasta fimmtugasta og þriðja ári, á öðrum mánaði, skipaði Alcimus niður að rífa þann innsta múrveginn forhússins sem var nærst musterinu hvern þeir heilögu prophetar höfðu byggja látið. Og þá þeir tóku til þessa verks þá straffaði Guð Alcimum so að það uppbyrjaða erfiði var forhindrað því að hann varð sleginn með limafallssótt so að hann kunni ei að tala og ei neitt að skikka né skipa af sínum erindum og hann andaðist svo með miklum harmkvælum. [ En þá Bachides sá að Alcimus var dauður þá reisti hann burt aftur til kóngsins. So varð friður og spekt í landinu um tvö ár. [

En þeir afföllnu í landinu tóku sín ráð og sögðu: „Jónatas og hans selskapur eru nú í kyrrsæti og hafa frið og eru athugalausir. Vér viljum kalla á Bachidem aftur. Hann gæti nú veitt þá alla á einni nóttu.“ So fóru þeir nú til Bachidem og sögðu honum sína ráðagjörð. Þá tók Bachides sig upp með miklu herliði og sendi heimuglegt bréf til sinna tilhengjara í Gyðingalandi að þeir skyldu ná Jónatas og öllum þeim sem með honum væri. [ En Jónatas fékk vitneskju af þessari ráðagjörð, því varð þar ekkert af. En Jónatas fangaði nær fimmtígi menn, þá nafnkunnugustu af níðingum og þeim óguðlega selskap, og hann lét lífláta þá. [

Því nærst viku þeir Jónatas og Símon og þeirra fólk í burt til eyðimörku, til eins niðurbrotins staðar sem hét Bet Besen. [ Þennan byggðu þeir upp aftur og gjörðu hann sterkan. Þá Bachides spurði þetta þá var hann uppi með allt sitt herlið og hann lét og so út bjóða Gyðingum og reisti fyrir Bet Besen og settist þar lengi um og hann stormaði og stríddi þar upp á og gjörði skotvopn og vígvélar þar fyrir.

En Jónatas bífalaði sínum bróður Símoni staðinn og hann reisti út með einn flokk manna og sló Odaren og hans bróður og Faseronssyni í þeirra landtjöldum. Og af því að þetta lukkaðist honum þá safnaðist enn meira fólk til hans svo að hann efldist að styrk. Þess á millum féll Símon út af staðnum inn í óvinanna herbúðir og uppbrenndi þeirra vígvélar og rak Bachidem á flótta. [ Og Bachides gramdist mjög að hans ásetningur og reisa var til forgefins. Og hann varð ævareiður þeim afföllnu Gyðingum sem hann höfðu eggjað á það að koma aftur í landið og lét í hel slá marga af þeim. Og hann bjó sig til að fara heim aftur í sitt land.

Þá Jónatas merkti þetta sendi hann boðskap til hans að hann vildi gjöra frið við hann og bað hann leggja aftur herfangið og gefa lausa bandingjana. Þetta samþykkti Bachides gjarna og gjörði so sem Jónatas bað og sór honum einn eið að hann skyldi ekki gjöra honum lengur illt um sína lífdaga. Og hann lagði aftur herfangið og lét bandingjana af Júda lausa og sneri aftur og fór í sitt land og kom ekki í Júdaland þaðan í frá. So varð friður í Ísrael að nýju. [ Og Jónatas bjó í Makmas og stjórnaði fólkinu og í eyði lagði þá afföllnu í Ísrael. [