XX.

Og eg sá engil ofan stíga af himni. Sá hafði lykil undirdjúpsins og mikla hlekki í sinni hendi. Og hann höndlaði drekann, hinn gamla höggorm, hver að er djöfullinn og andskotinn, og batt hann um þúsund ár og fleygði honum í undirdjúpið og innilukti hann og innsiglaði þar ofan yfir að hann skyldi eigi meir villa heiðnar þjóðir þangað til að útenduð yrði þúsund [ ár. Og eftir það skyldi hann laus verða um stutta stund.

Og eg sá stóla og þeir sátu á þeim og þeim varð dómur gefinn og þeirra sálir sem afhöfðaðir voru vegna vitnisburðarins Jesú og fyrir Guðs orðs sakir og þeir sem ekki höfðu tilbeðið dýrið né þess mynd og þeir eigi meðtekið höfðu auðkenningarmerki í sín enni eður á sínar hendur, þessir lifðu og ríktu með Christo þúsund ára. En hinir aðrir dauðu endurlifnuðu ekki þar til að þúsund árin fullkomnuðust. Þetta er hin fyrsta upprisa. Sæll er sá og heilagur sem hlutdeild hefur á hinni fyrstu upprisu. Yfir þvílíkum hefur sá annar dauði öngva magt heldur verða þeir kennimenn Guðs og Christi og ríkja með honum þúsund ára.

Og nær þau þúsund ár eru fullkomnuð þá man sá andskoti laus verða af sínu fjötri og mun útganga að villa hina heiðnu sem að eru í fjórum áttum jarðarinnar, [ Góg og Magóg, að samansafna þeim til baráttu, hverra tala er sem sjávarsandur. Og þeir uppstigu yfir vídd jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og hina elskulega borg. Og eldur kom að ofan frá Guði af himninum og svelgdi þá. Og djöfullinn sá þá villti varð kastaður í díki eldsins og brennisteins þar eð dýrið og sá falski spámaður var og verða kvaldir dag og nótt um aldur og ævi að eilífu.

Og eg sá mikin stól skínanda og þan sem þar upp á sat, fyrir hvers augliti að flýr himinn og jörð og þeim var enginn staður fundinn. Og eg sá hina dauðu, bæði stóra og smá, standa fyrir Guðs augliti og bækurnar urðu upplátnar. Og önnur bók varð opnuð hver að er lífsins og hinir dauðu urðu dæmdir eftir því sem skrifað er á bókunum, eftir þeirra verkum. Og sjórinn gaf fram þá dauðu sem í honum voru og duaði og helvíti gáfu upp þá dauðu sem í þeim voru og þeir urðu dæmdir, hver einn eftir sínum verkum. Og dauði og helvíti urðu köstuð í eldsins díki. Það er sá annar dauði. Og ef nokkur finnst eigi skrifaður á lífsbókinni sá verður kastaður í eldsins díki.