XVII.

Þessi er sá þunginn yfir Damascum. Sjá þú, að Damascus mun enginn staður lengur vera heldur ein niðurhrunin grjóthrúga. [ Þeir staðirnir Aróer munu forlátnir vera so að þar munu hjarðirnar ganga ómakslausar. Og það mun útgjört vera um kastala Efraíms og ríkisstjórnan til Damascum og það sem eftir er blífið til Syria mun vera líka sem vegsemdin Ísraelsona, segir Drottinn Sebaót. [

Á þeim tíma mun vegsemdin Jakobs þunn vera og hans vel feitur líkami mun magur vera. Því að þeir munu vera líka sem þá nær eð nokkur innsafnar korni í haustvinnunni og so sem þá nær eð einhver inndregur öxin með sínum armleggjum og líka sem það þá eð nokkurir saman lesa öxin í dalnum Refaím og að blífi þar inni so sem ein eftirvinna, líka sem það nær eð einhver skekur eitt viðsmjörstré so það upp í toppinum eftirblífi tvö eður þrjú korn eður so sem þá nær eð gjöfur eða fimm aldini hengja á kvistinum, segir Drottinn Sebaót.

Á þeim tíma mun maðurinn hneigjast að honum sem hann hefur skapað og hans augu munu líta upp á þann Hinn heilaga Ísrael og ei mun hann hneigja sig til þeirra altaranna sem hans sjálfs hendur hafa smíðað og ekki líta upp á það hvað hans fingur hafa gjört, hverki upp á þau blóthofin né líkneskjurnar.

Á þeim tíma munu staðirnir þeirra [ styrkleiks vera líka sem eftirlátnar greinir og kvistir hverjar eð eftirlátnar voru af sonum Ísraels og munu í eyði vera. Því að þú hefur forgleymt Guði þíns hjálpræðis og þú hefur ekki minnst á það hellubjargið þíns styrkleika. Þar fyrir muntu lystilega plantan niður setja. En þar með muntu annarlegu þá vínkvistu niðursetja. Á þeim tíma eð þú niðursáir muntu þess vel gæta so að þitt sæði blómgist tímanlega. En í haustvinnunni nær eð þú skalt kjarnann inn yrkja muntu sorg eins harmþrungins þar fyrir hafa.

Ó vei þeim fjölda so mikils fólks, líka sem sjávarhafið mun það uppþjóta og buldran lýðsins mun so dynja líka sem niður mikilla vatnsfalla! [ Já, líka sem dynjandi vötn þau falla so mun það fólkið fram þeysa. En hann mun straffa þá, þeir munu þá og langt í burt flýja og mun í burt svipta þeim líka sem það vindur feykir moldardufti á fjöllum uppi og líka sem hvirfilvindur kemur af stormviðri. Að kveldtíma, sjá þú, þá er þar skelfing og áður en morgun kemur eru þeir þar ei lengur. Þetta er verðkaupið vorra ránsmanna og hlutskipti þeirra sem vort hafa í burt tekið.