XLVII.

Heyrið mér, þér [ stolthjartaðir, þér sem langt eruð frá réttlætinu. [ Eg hefi mitt réttlæti hér nærri látið vera so að það er ekki fjærri og mitt hjálpræði það dvelst ekki við. Því að eg mun til Síon hjálpræðið gefa og í Ísrael mína dýrðarvegsemd.

Stígðu niður, jungfrú, þú dótturin Babýlon, settu þig í moldarduft, settu þig á jörðina niður. [ Því að dótturin þeirra Chaldeis hefur öngvan stól lengur. Þú munt og ei meir kölluð vera hin prýðilega og lystilega. Tak þú kvernina og malaðu mjölið, útgreittu þínar hárfléttur og lát beran þinn fót og sýn þína sköflunga, vattu vatnið so að þinn leyndarlimur í ljós látist og þín smán sjáist. Eg mun hefna mín og enginn maður skal fá beðið þess af mér. Svoddan gjörir vor lausnari, hver eð heitir Drottinn Sebaót, sá Hinn heilagi í Ísrael.

Settu þig í leynið, gakk þú inn í myrkrin, þú dótturin Chaldeis, því að þú skalt ei lengur kallast drottning yfir kóngaríkjunum. [ Því að þá eð eg var reiður viður mitt fólk og eg óvirti mína arfleifð yfirgaf eg þá í þína hönd. En þú sýndir þeim öngva miskunnsemi og einni yfir hina gömlu gjörðir þú þitt ok of þungt og hugsaðir: „Eg em ein drottning eilíflegana.“ Þú hefur hingað til ekki sett þér þetta so til hjarta og ekki hugsað eftir því hvernin það skyldi með þeim hér eftir á seinna meira verða.

So heyr nú þetta, þú sem í sælgæti lifir og so athugalaus situr og segir í þínu hjarta: [ Eg em og engin önnur. Eg mun engin ekkja verða né óbyrja vera. En svoddan mun þér hvorttveggja bráðlega koma á einum degi það þú sért bæði ekkja og óbyrja, já fullkomlegana munu þeir yfir þig koma fyrir sakir fjölda þinna galdramanna og vegna þinna særingarmanna, þeirra eð mikill flokkur er hjá þér. Því að þú hefir treyst upp á þína illgirni þá eð þú hugsaðir: Þeir sjá mig ekki. Þín speki og kænska hefur fyrirkomið þér og þú segir í þínu hjarta: Eg em og engin önnur. Þar fyrir mun yfir þig koma ein ógæfa so þú veist ei hvenær hún brýst hér fram og eitt slys mun yfir þig falla við hvert þú munt ekki kunna að skiljast því að þar mun skyndilegana ein styrjöld yfir þig koma það þú átt ei von.

Svo gakk hér nú fram með þína særingarmenn og með þann flokkinn þinna galdramanna meðal hverra eð þú hefur erfiðismenn haft í frá barnæsku þinni, hvort þú kynnir nokkuð ráð að finna og hvort þú gætir eflt þig það þú ert þreytt af fjöldanum þinna ráðagjörða. Lát hér fram koma og þér hjálpa meistarana himintunglagangsins og þá stjörnulistarmennina sem eftir tunglkomunum reikna hvað yfir þig mun koma. Sjá þú, þeir eru sem annað hálmstrá það eldurinn uppbrennir, þeir kunna ei sitt líf að frelsa fyrir þeim eldsloganum. Því að það mun ekki vera sem eldsglóð þar eð menn verma sig við eður sá eldur er menn mega í kringum sitja, so eru þeir þínir keppinautar á meðal hverra eð þú hefur erfiðismuni haft í frá barnæsku þinni og hver þeirra einn munn sinn veg hingað og þangað í burt ráfa og þú munt öngva hjálp hafa.