IIII.

Og ein af eiginkonum spámannasona kallaði til Eliseum og sagði: [ „Þinn þénari, minn bóndi, er andaður. Svo veist þú að hann, þinn þénari, óttaðist Drottin. Nú kom þar einn maður sem átti skuld hjá honum og vill taka báða mína sonu til þrældóms.“ Eliseus svaraði henni: „Hvað skal eg gjöra þér? Seg mér, hvað hefur þú í þínu húsi?“ Hún svaraði: „Þín þénustukvinna hefur ekki í sínu húsi nema eina viðsmjörskrús.“ Hann sagði: „Far þú, bið þær konur eð næstar búa að þær léni þér tóm ker eigi allfá. Og gakk inn og loka þú dyrunum að þér og þínum sonum og skuluð þér láta af þessu viðsmjöri í öll kerin. Og þá þau eru full þá set þau frá þér.“

Hún fór og lokaði dyrunum að sér og sínum sonum. [ Þeir færðu kerin til hennar en hún hellti í þau. En þá kerin voru full þá sagði hún til síns sonar: „Fá mér enn eitt ker.“ Hann svaraði: „Hér eru ekki fleiri til.“ Þá stóð viðsmjörið. Og hún gekk út og kunngjörði þetta guðsmanni. Hann svaraði: „Far nú og sel þitt viðsmjör og bitala það sem þú ert skyldug. Síðan skalt þú og þínir synir hafa yður til atvinnu það sem meira er.“

Og það skeði eitt sinn að Eliseus gekk til Súnem. Þar bjó ein rík kvinna, hún hélt honum herbergi og hann tók sína fæðu hjá henni. Og sem hann fór nú oftlega þann veg þá tók hann gisting hjá henni og þá hennar fæðu. Og hún sagði til síns bónda: „Sjá, eg merki að þessi guðsmaður er heilagur sem jafnan á veg um vor hús. [ Því vil eg við gjörum honum eitt lítið herbergi og þiljum það og búum honum þar sæng og sæti, borð og kertistiku svo að nær hann kemur til vor þá megi hann vera þar.“

Og það skeði svo einn tíma að hann kom þar inn og lagði sig í herbergið og tók þar hvíld. Þá sagði hann til síns þénara Gíesí: „Kalla þú á þessa súnaversku kvinnu.“ Og sem hann kallaði á hana þá kom hún fram fyrir hann. Hann sagði til hans: „Seg til hennar: Sjá, þú hefur veitt oss allan þennan góðvilja. Hvað vilt þú að eg gjöri þér? Hefur þú nokkurt erindi þá vil eg flytja það fyrir kónginn eða fyrir hershöfðingjann.“ Hún svaraði: „Eg bý á millum míns fólks.“ Hann sagði: „Hvað vill hún þá af mér þiggja?“ Gíesí svaraði: „Herra, hún hefur öngvan son en hennar maður er gamall.“ Hann sagði: „Kalla þú á hana.“ Og sem hann kallaði hana þá gekk hún framan í dyrnar. Og hann sagði: „Á þessum sama tíma að árinu liðnu þá skalt þú taka einn son í fang.“ Hún svaraði: „Ó nei, minn herra, þú guðsmaður, bið eg þú kallsir ekki þína ambátt.“ Og kvinnan varð þunguð og fæddi einn son á þeim sama tíma að árinu liðnu so sem Eliseus hafði sagt henni.

En nú sem þessi sveinn var vaxinn þá bar svo til að hann gekk út til síns föðurs til kornskurðarmanna. Og hann sagði til síns föðurs: „Ó mitt höfuð, mitt höfuð!“ Hann sagði til síns þénara: „Ber hann til sinnar móður.“ Og hann tók hann og færði hann til sinnar móður. Og hún lagði hann í sitt skaut allt til miðdags, þá andaðist hann. Hún gekk upp og lagði hann í sæng guðsmanns, lét aftur dyrnar og gekk út. Og hún kallaði á sinn bónda og sagði: „Send þú mér einn af þénörunum með eina ösnu. Eg vil fara til guðsmanns og koma aftur.“ Hann sagði: „Því vilt þú fara, nú er hverki nýr mánuður né sabatsdagur?“ Hún sagði: „Það er vel.“ Og hún lét söðla ösnu og sagði til þénarans: „Keyr fast og tef mig ekki á ferðinni, gjör sem eg segi þér.“

Hún fór af stað og kom til guðsmanns á fjallið Karmel. [ Og sem guðsmaður sá hana þá sagði hann til síns þénara Gíesí: „Sjá, sú Sunamitis er þar. Far þú í mót henni og spyr hana að hvert allt gengur vel hennar manni og hennar syni?“ Hún sagði: „Vel.“ En sem hún kom til guðsmanns á fjallið þá hélt hún um hans fætur. Gíesí gekk að og vildi hrinda henni þar frá. En guðsmaður sagði: „Lát hana kyrra því hún er harmþrungin en Drottinn leyndi mig því og lætur mig ekki vita það.“ Hún sagði: „Nær bað eg um einn son af mínum herra? Bað eg ekki að þú skyldir ekki kallsa mig?“

Hann sagði til Gíesí: [ „Gyrð þínar lendar og tak minn staf í þína hönd, far af stað (ef þér mætir nokkur þá heilsa honum ekki en ef nokkur heilsar þér þá svara þú honum öngvu) og legg minn staf yfir ásjónu sveinsins.“ Móðir piltsins sagði: „So sannarlega sem Drottinn lifir og þín sál, eg fyrirlæt þig ekki.“ Hann stóð upp og gekk eftir henni. En Gíseí rann undan þeim og lagði stafinn yfir sveinsins ásjónu en þar skipaðist ekki par við. Og hann rann í móti honum aftur, undirvísaði honum og sagði: „Eigi reis sveinninn upp.“

En sem Heliseus kom í húsið, sjá, á lá sveinninn dauður á hans sæng. [ Og hann gekk inn þangað og lokaði dyrnar að þeim báðum og bað til Drottins. Og hann sté upp (í sængina) og lagði sig yfir sveininn og lagði sinn munn við barnsins munn og sín augu við barnsins augu og sínar hendur við þess hendur og breiddi sig yfir hann so að barnsins líkami varð varmur. Og hann stóð upp aftur og gekk aftur og fram um húsið og sté upp í annað sinn og breiddi sig yfir hann. [ Þá hnerraði sveinninn sjö sinnum. Því næst upplauk hann sínum augum. Og hann kallaði á Gíesí og sagði: „Kalla þá Sunamitis.“ Og sem hann kallaði hana gekk hún inn til hans. Hann sagði: „Sjá, tak þar þinn son.“ Þá kom hún og féll til fóta honum og tilbað fallandi öll til jarðar. Og hún tók sinn son og gekk út.

Elisue skom aftur til Gilgal. Þá varð hallæri í landinu og spámannanna synir bjuggu fyrir honum. [ Og hann sagði til síns þénara: „Lát upp einn stóran ketil og bú til búðarvörð handa sonum spámanna.“ Þá gekk einn út á akurinn að safna saman jurtum og fann villivínkvistu og tíndi þar af sinn kyrtil fullan með colocintidas. [ Og sem hann kom þá skar hann það í ketilinn til búðarvörðs því þeir vissu ei hvað það var. Og sem það var upp látið fyrir fólkið og þeir átu þar af þá kölluðu þeir upp og sögðu: „Ó guðsmaður, dauði er í katlinum!“ Því þeir gátu ekki etið þar af. Þá sagði hann: „Færið mér mjöl.“ Og hann kastaði því í ketilinn og sagði: „Gefið nú fólkinu so það megi eta.“ Þá var ekkert banvænt í katlinum.

Og þar kom einn maður af Baal Salísa færandi guðsmanni tuttugu byggbrauð af sínum fyrsta ávexti í sínu klæði og nýtt mjöl. En hann sagði: „Gef þetta fólkinu að eta.“ Hans þénari svaraði: „Hvernin skal eg kunna að gefa það hundrað mönnum?“ Hann sagði: „Gef þú fólkinu svo það neyti. Því að svo segir Drottinn: Menn munu eta og mun þó af ganga.“ Hann lagði það fyrir þá og þeir átu allir og þó gekk þar af eftir orði Drottins.