VII.

Og það skeði á því fjórða Daríus kóngs ári að orð Drottins skeði til Sachariam, á þeim fjórða degi þess níunda mánaðar, sem kallast kíslev, þá Sareser og Regem Melek með þeirra fólki sendu til Betel að tilbiðja fyrir Drottni og létu segja til prestanna sem voru í húsi Drottins Sebaót og til spámannanna: [ „Skal eg nokkuð gráta nú á þeim fimmta mánaði og enn halda mér frá so sem eg hefi gjört nú í nokkur ár?“ Og orð Drottins Sebaót skeði til mín og sagði: Tala þú til alls fólksins í landinu og til prestanna og segðu: Þá þér föstuðuð og grétuð í þeim fimma og í þeim sjöunda mánuði á þeim sjötígu árum, hafi þér þá so fastað fyrir mér? Eða þá þér átuð og drukkuð, hafi þér þá ekki etið og drukkið fyrir yður sjálfa? Er þetta ekki það sem Drottinn lét prédika fyrir þá framförnu propheta þá Jerúsalem var alsetin með fólki og hafði allsnægtir með sínum stöðum þar um kring og þann tíð að þar bjó fólk bæði í mót suðri og svo í dölunum?

Og orð Drottins skeði til Sachariam og sagði: [ So segir sá Drottinn Sebaót: Dæmið rétt, gjörið gott og verið miskunnsamir, hver sínum bróður. Og gjörið hverki ekkjum, föðurleysingjum, útlenskum eður fátækum nokkrum órétt og enginn skal hugsa nokkuð vont sínum bróður í sínu hjarta.

En þeir vildu ekki hlýða og sneru bakinu við mér og tilbyrgðu sín eyru so þeir skyldu ekki heyra og gjörðu sín hjörtu sem einn adamas að þau skyldu hverki heyra lögmálið né orðið hvert sá Drottinn Sebaót sendi í sínum anda fyrir þá fyrri prophetana. Fyrir hvað sú in stóra reiðin Drottins Sebaót er komin og það er so skeð sem það var prédikað og þeir heyrðu ekki. So vilda eg og ekki heyra þá þá þeir kölluðu, segir Drottinn Sebaót. [ So hefi eg í sundurtvístrað þeim á meðal allra heiðingja, þeirra sem ekki þekktu þá, og landið varð eyði eftir þeim so að engi reisti eður bjó þar inni og það göfuga land var gjört að einni eyðimörku.