S. Mattheus evangelium

I.

Þessi er fæðingarbók Jesú Christi, sonar Davíðs, sonar [ Abrahams. [

Abraham gat Ísaak.

Ísaak gat Jakob.

Jakob gat Judam og bræður hans.

Júdas gat Phares og Saran af Tamar.

Phares gat Hesron. [

Hesron gat Ram.

Ram gat Amínadab.

Amínadab gat Nahasson.

Nahasson gat Salma.

Salma gat Bóas af Rahab.

Bóas gat Óbeð af Rut.

Óbeð gat Jesse.

Jesse gat kónginn Davíð.

Davíð kóngur gat Salómon af þeirri sem var húsfrú Urie. [

Salómon gat Róbóam.

Róbóam gat Abía.

Abía gat Assa.

Assa gat Jósafat.

Jósafat gat Jóram.

Jóram gat Ósía.

Ósía gat Jótam.

Jótam gat Akas.

Akas gat Ezechia.

Ezechia gat Manases.

Manases gat Amón.

Amón gat Jósía.

Jósía gat Jekonja og bræður hans um babýlónskan herleiðingartíma. [

Og eftir babýlóneska herleiðing gat Jekonja Sealtíel.

Sealtíel gat Sóróbabel.

Sóróbabel gat Abíúð.

Abíúð gat Eljakím.

Eljakím gat Asór.

Asór gat Sadók.

Sadók gat Akím.

Akím gat Elíúd.

Elíúd gat Eleasar.

Eleasar gat Mattan.

Mattan gat Jakob.

Jakob gat Jósef, mann Maríu, af hverri eð fæddur er Jesú sá er kallast Kristur.

Allir ættliðir frá Abraham allt að Davíð eru fjórtán liðir og frá Davíð allt til babýlóneskrar herleiðingar eru fjórtán liðir og frá babýlóneskri herleiðing allt til Christum eru fjórtán liðir.

En Christi hingaðburður var so. Nær eð María, hans móðir, var föstnuð Jósef og áður en þau skyldu saman koma fannst hún ólétt af heilögum anda. En Jósef, maður hennar, var réttvís og vildi því ei ófrægja hana en þenkti sér þó leynilega að forláta hana. En sem hann hugsaði þetta, sjá, þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíð, þú skalt eigi óttast að taka Mariam, þína festarkonu, til þín. Því að hvað með henni fætt er það er af heilögum anda. Og hún mun son fæða og hans nafn skaltu Jesús kalla því að hann mun frelsa sitt fólk af þeirra syndum.“ En allt þetta skeði so að uppfylltist hvað sagt er af Drottni fyrir spámanninn, so segjandi: [ „Sjáið, að mey mun þunguð verða og son fæða og hans nafn skal kallast Emanúel“, hvað er so þýðist: „Guð með oss.“

En þá Jósef vaknaði af svefni gjörði hann so sem engill Drottins hafði honum boðið og tók sína festarkonu til sín og kenndi hennar eigi þar til hún fæddi son sinn frumgetinn og kallaði hann Jesús.