S. Páls pistill

til Tessalonicenses

I.

Páll og Silvanus og Tímóteus

þeim söfnuði til Tessalonia í Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo: [

Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo.

Vér skulum alltjafn gjöra Guði þakkir fyrir yður, kærir bræður, sem að verðugt er. [ Því að yðar trúa vex að nærsta og kærleikurinn sérhvers meðal yðar allra vega innbyrðis hver við annan so að vér hrósum oss af yður í Guðs söfnuði yðrar þolinmæði og trúar vegna í öllum yðar ofsóknum og hörmungum hverjar þér þolið. Til útvísingar það Guð mun réttferðuglega dæma og þér verðugir verðið til Guðs ríkis, fyrir hvert þér og líðið. Að því er það rétt hjá Guði að endurgjalda þeim hörmung sem yður hörmung veita en yður, þér sem hörmung líðið, hvíld meður oss þá er Drottinn Jesús mun opinberast af himni meður englum síns kraftar og með eldsins loga hefnd að gefa yfir þá sem ekki þekkja Guð og yfir þá sem ekki eru hlýðugir evangelio vors Drottins Jesú Christi, hverjir píslir munu líða, ævinlega fordjörfun frá augliti Drottins og frá hans dýrðarlegri magt þá hann mun koma og vegsamlegur birtast með sínum heilögum og dásamlegur með öllum trúuðum. [ Því að vorum vitnisburði til yðar af þeim sama degi hafi þér trúað.

Og sakir þess biðjum vér einnin alla tíma fyrir yður það vor Guð gjöri yður verðuga sinni kallan og uppfylli alla góðvild náðarinnar og trúarinnar verk í kraftinum so að á yður verði prísað nafn Drottins vors Jesú Christi og þér á honum eftir þeirri náð vors Guðs og Drottins Jesú Christi.