LXII.

Sálmur Davíðs fyrir Jedítún að syngja fyrir

Mín sál hefur [ hljótt um við Guð, hann er sá sem hjálpar mér.

Því hann er minn styrkur, mitt hjálpræði, mín verndarhlíf, so það ekkert ófall fær mér um koll kastað, hversu stórt sem það er.

Hversu lengi þá veiti þér allir einum umsátir að þér í hel sláið hann, líka sem einum hníganda vegg og í sundurrifnuðum múr?

Þeir hugsa sig um hvernin þeir fái niðurkæft hann, kveikja sér upp lygarnar, tala fagurt með munninum en bölva í hjartanu. Sela.

En mín sála hún vonar upp á Guð alleinasta því að hann er mín von.

Hann er mitt traust, mín hjálp og mín hlíf, so að eg mun ei falla.

Hjá Guði er mitt hjálpræði, mín dýrð, mín styrktarhella, mitt traust er á Guði.

Vonið á hann alla tíma, gott fólk, útausið yðar hjörtum fyrir honum, Guð hann er vort traust. Sela.

En mannanna synir þeir eru sem ekkert, mikilmennin þau bregðast einnin, þeir vega minna en ekki par, hversu margir sem þeir eru.

Treystið ekki upp á óréttindin og ranglætið, haldið yður ekki til slíks sem öngvu er neytt, vilji yður ríkdómur til þá áhengið honum ekki með hjartanu.

Guð hann hefur mælt eitt orð, það sama hef eg nokkrum sinnum heyrt, það að Guð alleinasta sé máttugur.

Og þú, Drottinn, ert miskunnsamur og endurgeldur einum sérhverjum eftir því sem hann hefur verðskuldað til. [