XIII.

Saul hafði nú verið kóngur í eitt ár og sem hann hafði ríkt í tvö ár yfir Ísrael þá útvaldi hann sér þrjár þúsundir manna af Ísrael og lét tvær þúsundir vera með sér í Mikmas og upp á fjallinu Betel og eitt þúsund lét hann vera með Jónatan í Gíbea Benjamín. [ En allt annað fólk lét hann frá sér fara, hvern til sinna heimkynna. Og Jónatan sló þá Philisteos í þeirra herbúðum sem voru í Gíbea og þeir Philistei fréttu það. Og Saul lét blása í sína lúðra um allt landið og lét svo segja: „Heyri það Ebrei.“ Og allur Ísrael heyrði sagt: „Sau lhefur slegið herbúðir Philistinorum.“ Því að Ísrael lyktaði illa fyrir þeim Philisteis. Og allt fólkið kallaði eftir Saul í Gilgal.

Þá söfnuðust Philistei saman að herja á Ísrael með þrjátígi þúsund vagna, sex þúsund riddara og að auk annað lið so margt sem sjávarsandur. [ Og þeir fluttu sinn her upp og settu herbúðir fyrir austan Betaven í Mikmas. En sem Ísraelsmenn sáu sína þrenging (því fólkið var kvalið) fálu þeir sig í holum, gröfum og fylsnum, í björgum og bjargskorum. En þeir Ebrei gengu yfir Jórdan í land Gað og í Gíleað. En Saul var enn nú í Gilgal og allt fólk var skelft orðið sem honum eftirfylgdi. Þá beið Saul í sjö daga allt til þeirrar tíðar sem tilsett var af Samúel. En sem Samúel kom ekki til Gilgal þá dreifðist fólkið frá honum.

Þá sagði Saul: „Færið mér hingað brennifórnir og þakklætisfórnir.“ Og hann offraði brennifórnum. En sem hann hafði fullkomnað slíkt brennioffur, sjá, þá kom Samúel. Þá gekk Saul út í móti honum til að heilsa honum. Þá sagði Samúel: „Hvað hefur þú gjört?“ Saul svaraði: „Eg sá að fólkið tvístraðist frá mér en þú komst ekki ? í ákveðinn tíma en Philistei voru komnir saman í Mikmas. Þá sagða eg: Nú koma Philistei ofan til mín í Gilgal en eg hefi eigi tilbeðið fyrir augliti Drottins. Þá neyddunst eg til að færa brennifórnir.“

Samúel svaraði Saul: „Þú gjörðir fávíslega og hefur ei haldið Drottins Guðs þíns boð sem hann bauð þér. [ Því hann hafði staðfest þitt ríki yfir Ísrael ævinlega. En nú skal þitt ríki ekki vera stöðugt. Drottinn hefur fundið sér einn mann eftir sínu hjarta. Honum hefur Drottinn boðið að vera höfðingja yfir hans fólk því að þú hefur afrækt Guðs boðorð.“ Og Samúel reis upp og gekk frá Gilgal til Gíbea Benjamín.

En Saul taldi það fólk sem hjá honum var, nær sex hundruð manns. Saul og hans son Jónatan og það fólk sem var hjá honum voru á Benjamíns hæðum. En Philistei höfðu sínar herbúðir í Mikmas. Og þar fóru út þrennir flokkar frá herbúðum Philisteis að foreyða landið: Einn flokkurinn sneri sér á þann veg sem liggur til Ofra, að því landi sem kallaðist Súal, sá annar flokkur sneri á þann veg sem liggur til Bet Hóron en þriðji flokkurinn sneri sér á þann veg sem liggur til Sebóímsdals í eyðimörku.

Á þessum tíma fannst enginn járnsmiður í öllu Israelislandi. [ Því Philistei hugsuðu: „Þeir Ebrei gjöra sverð og spjót.“ Og allur Ísrael neyddist að fara ofan til þeirra Philisteis þá nokkur hafði eitt plógjárn, graftól, öxar eða ljái að hvessa og þá eggin á ljánum, graftólunum, auxum og plógjárnum var sljó orðin og oddarnir. Nú sem sá dagur kom að þeir skyldu berjast þá fannst hverki sverð né spjót meðal alls þess fólks sem var með Saul og Jónatas utan Saul og hans son hafði vopn. Og her Philisteis fór út fram hjá Mikmas.