III.

Og eg, góðir bræður, mátti eigi tala við yður so sem við andlega heldur so sem við líkamlega og líka sem við önnur ungberni í Christo. Mjólk hefi eg yður til drykkjar gefið en eigi megnan mat. Því að þér formáttuð það ekki. So formegi þér það nú enn eigi heldur það þér eruð enn líkamlegir. Því að á meðan at, agg og þrætur eru yðar á milli, eru þér þá eigi líkamlegir og gangið eftir líkamlegri siðvenju?

Því þá nokkur yðar segir: [ „Eg em Páls,“ hinn annar: „Eg em Appollinis,“ eru þér þá eigi líkamlegir? Hvað er Páll eða hver er Apollo utan þjónustumenn, fyrir hverja þér eruð trúaðir orðnir og það sama eftir því sem Drottinn hefur hverjum einum veitt? Eg plantaði, Apollo vökvaði en Guð hefur frjóvgunina gefið. So er nú hverki eg né sá sem plantaði né sá er vökvar nokkuð heldur Guð sá er frjóvgunina gefur. En sá sem plantar og hinn sem vökvar þeir eru eins. En hver einn mun sitt eiginlegt verðkaup öðlast eftir sínu erfiði. Því vér erum Guðs samerfiðismenn. Þér eruð Guðs akurvinna og Guðs uppbygging.

Eg hefi út af þeirri Guðs náð sem mér er gefin grundvöllinn lagt so sem einn hygginn húsasmiður en einn annar byggir þar yfir. Hver einn hafi og gát á hvernin hann byggir þar yfir. Því að enginn fær annan grundvöll lagt heldur en þann sem áður er lagður hver að er Christus Jesús. En ef nokkur byggir upp á þennan grundvöll gull, silfur, gimsteina, trjáhark, hey, stráhálm, þá mun hvers eins verknaður opinber verða og dagurinn mun hann augljósan gjöra. Því að hann mun með eldi opinberaður verða og hvílíkur að hvers eins verknaður sé þá mun eldurinn reynslu á gjöra. Ef nokkurs verknaður blífur sá hann hefur þar yfir byggt þá mun hann laun öðlast. En hvers verknaður sem forbrennur þá mun hann skaðsemi líða en hann sjálfur mun hólpinn verða þó so líka sem það sé fyrir eldinn.

Viti þér ekki það þér eruð Guðs musteri og það Guðs andi byggir í yður? [ En hann sem skammar Guðs musteri þeim mun Guð tortýna. Því að Guðs musteri er heilagt, hvert þér eruð. Tæli enginn sjálfan sig. Og ef nokkur er sá yðar á milli sem vitur þykist vera verði hann að þessa heims óvitringi so að hann mætti vitur vera. Því að þessa heims speki er heimska hjá Guði. [ Því að so er skrifað: „Höndla mun eg spekinga í slægvisku þeirra.“ Og enn aftur: „Drottinn veit hugsanir spekinganna því að þær eru hégómlegar.“ [ Fyrir því meti sig enginn af mönnum. Allt er það yðvart, sé það Páll eða sé það Apollo, sé það Kefas eða heimurinn, sé það lífið eða dauðinn, sé það hið nálæga eða ókomna, allt er það yðvart en þér eruð Krists en Kristur er Guðs.