XV.

Og Samúel sagði Saul: „Drottinn sendi mig að eg skylda smyrja þig til kóns yfir hans fólk Ísrael. [ Þar fyrir heyr nú rödd orða Drottins. Svo segir Drottinn allsherjar: Eg hefi minnst á það sem Amalek gjörði Ísrael og hversu hann stóð í vegi fyrir Ísrael þá þeir fóru af Egyptalandi. So far nú þangað og slá í hel þá Amalechiter og foreyð þeim með öllu því sem þeim tilheyrir. [ Þyrm þeim ekki heldur slá þú í hel bæði menn og kvinnur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauði, asna og úlfalda.“

Þetta kunngjörði Saul fólkinu og hann skoraði manntal í Telaím og hafði hann þá tvö hundruð þúsund fótgönguliðs og tíu þúsund manns af Júda. Og þegar sem Saul kom til borgar Amalechitarum þá setti hann launsátur hjá einum fossi og gjörði boð þeim Keniter og lét segja þeim: „Farið og víkið héðan og búist í burt frá þeim Amalechiter so eg fordjarfi yður ekki með þeim. Því þér gjörðuð miskunnarverk við Ísrael þá þeir ferðuðust af Egyptalandi.“ Svo fluttust þeir Keniter í burt frá Amalek.

Þá sló Saul Amalechiter frá Hevíla og allt til Súr sem liggur í Egyptalandi og tók höndum Agag kóng Amalechiter lifanda en foreyddu öllu fólki með sverðseggjum. [ En Saul og fólkið þyrmdi Agag og öllu feitu af nautum og sauðum og lömbum og öllu því sem fagurt var og vildu ekki foreyða því. [ En hvað slæmt var og afleitt það drápu þeir gjörvallt.

Þá skeði orð Drottins til Samúel og sagði: „Ofgjört hef eg það að eg setta Saul til kóngs því hann hefur fyrirlitið mig og ekki gjört eftir mínum orðum.“ Við þetta varð Samúel reiður og kallaði til Drottins alla þá nótt. Og Samúel tók sig upp þegar lýsti að fara til fundar við Saul á þeim morni. Honum varð þá undirvísað að Saul væri kominn til Karmel og hafði uppsett þar eitt sigurmerki og væri kominn á ferð ofan til Gilgal.

En sem Samúel fann Saul sagði Saul til hans: „Blessaður sért þú Drottni! Eg hefi framið og fyllt orð Drottins.“ Samúel svaraði: „Hvað mun þá þýða sá jarmur sauða sem eg heyri fyrir mínum eyrum og svo baul þeirra nauta sem eg heyri?“ Saul svaraði: „Þeir hafa rekið þetta af landi Amalek því fólkið þyrmdi því inu villdasta af nautum og sauðum að fórnfæra það Drottni Guði þínum. En öllu öðru höfum vér foreytt.“

Samúel svaraði Saul: „Lát mig segja þér hvað Drottinn hefur talað við mig á þessari nótt.“ Hann svaraði: „Seg fram.“ Samúel svaraði: „Er ekki so þá þú vart auðvirðilegur fyrir þínum augum þá setti hann þig til höfðingja á meðal Israelis kynkvísla og Drottinn smurði þig til kóngs yfir Ísraels? Og Drottinn sendi þig þann veg og sagði: Far þú og drep glæpafullt fólk Amalek og herja þú á þá þar til þú hefur afmáð þá. Því hlýddir þú ekki raust Drottins? Heldur snerir þú þér til herfangsins og gjörðir illt í augliti Drottins.“

Saul svaraði Samúel: „Eg hlýdda raust Drottins og eg fór þangað sem Drottinn sendi mig og eg færða hingað Agag, Amalekíta kóng, og eg foreyddi Amalek. [ En fólkið tók herfangið, naut og sauði, það sem best var meðal þess bannfærða, til að offra Drottni Guði þínum í Gilgal.“ Samúel sagði: „Atlar þú að Drottinn hafi lyst á offri og brennifórnum svo sem á hlýðni orða Drottins? Sjá, hlýðni er betri en offur og gaumgæfni betri en feitleiki hrútanna. En óhlýðni er galdraglæpur og að vera þverbrotinn er skúrgóðablót og afguðadýrkan. Og sökum þess að þú hefur í burt kastað orði Drottins þá hefur hann og svo burtkastað þér so þú skalt ekki kóngur vera.“

Þá sagði Saul til Samúel: „Misgjört hefi eg að eg hefi afrækt Guðs boð og þín orð. Því eg óttaðist fólkið og hlýddi þess raust. Fyrirgef mér nú þessa synd og snú aftur með mér að eg tilbiðji Drottin.“ Samúel sagði til Saul: „Eigi fer eg með þér. Því að þú hefur kastað frá þér Guðs orði, so hefur og Drottinn burt kastað þér að þú skalt ekki vera kóngur yfir Ísrael.“ [ En sem Samúel sneri sér og vildi ganga í burt þá greip Saul í skikkjulaf hans so að fatið rifnaði. Þá sagði Samúel til hans: „So hefur Drottinn rifið í dag Ísraels kóngsríki frá þér og gefið þínum náunga það, sá sem betri er en þú. En Ísraels sigurvegari lýgur ekki og það [ angrar hann ekki. Því hann er ekki einn maður svo hann kunni nokkuð ofgjört að hafa.“

Saul sagði: „Eg hefi syndgast. En veit mér nú vegsemd fyrir öldungum míns fólks og fyrir Ísrael og far með mér að eg tilbiðji Drottin þinn Guð.“ Þá sneri Samúel aftur og fór með Saul svo að hann dýrkaði Drottin.

Þá sagði Samúel: „Leiðið Agag, Amaleks kóng, hingað til mín.“ [ Og Agag gekk djarflega fyrir hann og sagði: „Svo skal útdrífa dauðans beiskleika.“ Samúel sagði: „So sem þitt sverð hefur rænt margar kvinnur sínum börnum svo skal þín móðir rænast sínu barni á meðal kvennanna.“ Svo hjá Samúel Agag sundur í stykki fyrir Drottni í Gilgal.

Og eftir þetta ferðaðist Samúel til Ramat. En Saul fór heim til síns húss í Gíbea Saul. Og eftir þetta sáust þeir ekki, Samúel og Saul, allt til þeirra dauðadags. En þó syrgði Samúel Saul því það angraði Drottin að hann hafði sett Saul til kóngs yfir Ísrael.