XIX.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja

Himnarnir útskýra Guðs dýrð og festingin himnanna kunngjörir verk hans handa.

Hver dagurinn segir þeim öðrum og hver nóttin kunngjörir það annarri.

Þar er ekkert tungumál til eður þær munnræður hvar eð þeirra raddir heyrast ekki.

Um öll lönd er þeirra hljómur útgenginn og þeirra mál allt til heimsins enda. Sólunni hefur hann herbergi sett í þeim sömu.

Og hann sjálfur gengur út þaðan, líka sem einn brúðgumi út af sínu brúðarhúsi og gleður sig sem ein hetja til að hlaupa veginn.

Á einum enda heimsins kemur hann upp og rennur so um kring til hins sama enda og ekkert skýlist fyrir hans hita.

Lögmálið Drottins er flekklaust og endurnærir sálina.

Vitnisburðurinn Drottins er trúanlegur og gefur vísdóm skilningslitlum.

Skipanir Drottins eru réttferðugar og gleðja hjartað. Boðorðin Drottins eru skær og uppbirta augun.

Ótti Drottins er hreinferðugur og blífur eilíflegana. Dómar Drottins eru sannarlegir, allir eru þeir réttferðugir.

Dýrmætari eru þeir heldur en gull og miklir gimsteinar, þeir eru sætari en hunang og hungansseimur.

Svo verður og einnin þinn þjón fyrir þá áminntur og hver eð varðveitir þá sá hefur mikil verðlaun.

Hver fær skynjað hversu oft hann misgjörir? Fyrirgef þú mér, Drottinn, mínar heimuglegar syndir.

Varðveit þú einnin þinn þjón í frá þeim dramblátu so að þeir drottni ei yfir mér. Þá mun eg flekklaus vera og saklaus af mikilli misgjörð.

Lát þér þóknast orðræður míns munns og málið míns hjarta fyrir augliti þínu,

Drottinn, minn hjálpari og minn endurlausnari.