III.

Hvað hefur þá Gyðingur til þess að hann sé fremri? Eða hver nytsemd er að umskurninni? Nærsta mikil á allan hátt. Sennilega fyrst það að þeim er til trúað hvað Guð hefur talað. Þótt að nokkrir út af þeim hafi því eigi trúað, hvað um það? Skyldi fyrir þeirra vantrúar sakir Guðs trú undir lok líða? Fjarri sé því! Heldur blífur það so að Guð sé sannsögull en allir menn lygarar, so sem skrifað er: „Að þú réttlátur sért í þínum ræðum og yfirvinnir nær þú dæmist.“ [ En er það so að vort ranglæti prísi Guðs réttlæti, hvað skulu vér segja? Er Guð þá ranglátur þótt hann reiðist þar fyrir? Nú tala eg eftir plagsiðum manna. Fjarlægt sé því! Hvernin skyldi Guð elligar heiminn dæma? Því ef Guðs sannleikur verður fyrir mína lygn veglegri til hans dýrðar, hvar fyrir skyldi eg þá eftir þeim sem annar syndbrotsmaður dæmdur verða og ei miklu framar so breyta (sem illa verður til vor talað og so sem sumir segja það vér segjum): Gjörum illt so að gott eftir komi? Hverra fyrirdæming er réttleg.

Hvað beru vér þá af þeim? Því að vér höfum áður útvísað bæði Gyðinga og Grikki alla undir synd vera eftir því sem skrifað er: „Að eigi sé sá nokkur sem réttvís er og ekki einn og eigi sá sem skynugur sé og enginn sá er að Guði leiti. [ Allir eru þeir fráhneigðir orðnir og líka allir ónýtir gjörðir og engi er sá sem gott gjörir og eigi einn. Þeirra barki er opin gröf og með sínum tungum handtéra þeir sviksamlega. [ Höggormaeitur er undir þeirra vörum og munnur þeirra fullur af bölvan og beiskleika. [ Fætur þeirra eru fljótir til blóðsúthellingar. [ Í þeirra vegum er eymd og hugarangur og friðarins götu þekkja þeir eigi. [ Og ei er þar nokkur Guðs ótti fyrir þeirra augum.“ [

En vér vitum að hvað lögmálið segir það segir það þeim sem undir lögmálinu eru so að allra munnur verði tilbyrgður og heimurinn allur við Guð sakaður. Fyrir því að ekkert hold af lögmálsins verkum getur fyrir honum réttlátt vorðið. Því að fyrir lögmálið kemur eigi utan viðurkenning syndarinnar.

En nú er án lögmálsins stuðnings það réttlæti opinberað sem fyrir Guði dugir hver að er sannprófað fyrir vitnisburð lögmálsins og spámannanna. En eg tala um það réttlæti fyrir Guði hvert að kemur fyrir trúna á Jesúm Christum til allra og yfir alla þá sem trúa.

Því hér er enginn grinarmunur. Allir saman eru þeir syndugir og þeim er skortur á þeirri hrósan sem þeir áttu á Guði að hafa og verða so út af hans náð án verðskuldunar réttlátir fyrir þá endurlausn sem vorðin er fyrir Jesúm Christum hvern Guð skikkaði til forlíkunar manns fyrir trúna í hans blóði til ávísingar þess réttlætis sem fyrir honum er fullt, í hverju hann fyrirgefur syndirnar þær [ áður eru umliðnar undir þeirri guðlegri þolinmæði sem hann hafði það hann á þessum tíma ávísaði það réttlæti sem fyrir honum dugir, upp á það að hann sé alleina réttlátur og gjöri þann réttlátan sem þar trúir á Hesúm Christum.

Hvar er nú sú hrósan? Er henni lokið? Fyrir hvert lögmál? Fyrir verkanna lögmál? Ekki so, heldur fyrir trúarinnar lögmál.

Sö höldum vér nú það maðurinn verði réttlátur án lögmálsverka fyrir trúna. Eða er hann alleinasta Guð Gyðinga? Er hann og ei Guð heiðinna manna? Að vísu er hann og Guð heiðinna þjóða. Nú með því að það er einn Guð sá er umskurnina réttlætir af trúnni og yfirhúðina fyrir trúna. Hvað? Niðurbrjótum vér þá lögmálið fyrir trúna? Fjarri sé því, heldur [ uppréttum vér lögmálið.