IX.

Vandlættu ekki um þína góðu kvinnu því að slíkt hart álit gjörir ekki gott. Láttu konuna öngva magt hafa yfir þér svo hún verði ekki þinn herra.

Forðast þú lausakonur so að þú fallir ekki í þeirra snörur. Ven þig ekki til kveðendiskonu so að hún fái fang á þér með sinni áreitan. Sprogset ekki jungfrúr so þú verðir ekki til þeirra uppkveiktur. Samlagast ekki við hóruna svo að þú ei þínu fyrirfarir.

Skima ekki alla vega um kring í einum stað og hlaup ekki um allar krár. Snú þínu andliti frá fríðum konum og líttu ekki á andlitsfegurð annarra manna kvenna. Því að fríðar konur hafa margan gabbað og vond girnd tendrast þar af sem annar eldur. Sittu ekki með annars manns konu og tak hana ekki þér í faðm og haf ei samdrykkju með henni so hjarta þitt hneigist ekki til hennar og þitt sinni verði ekki villt.

Yfirgef ei gamlan vin því að þú veist ekki hvert þú ávinnur so mikið með hinum nýja. Nýr vinur er sem nýtt vín. Láttu hann gamlan verða, so mun hann þér vel smakka.

Láttu ekki ómilda menn víkja þér með sinni dýrð það þú veist ekki hvern enda það grípur. Lát þér ekki [ þóknast ómildra manna uppsát því þeir verða aldrei góðir allt til þess þeir fara inn í helvíti.

Hald þig frá þeim sem vald hafa til að deyða, þá þarftu ekki fyrir þeim að óttast eður sorga að hann muni þig drepa. En verðir þú hjá honum að vera þá forgríp þig eigi svo hann svipti þig sínu lífi þegar er þig allra síðst uggir og vit fyrir víst þú fer hjá tálsnörum og gengur upp á einum saman hávum [ oddum.

Lær þú með allri aðgeymni að þekkja þinn náunga og þá þér gjörist ráðs þörf leita þess hjá hyggnum mönnum og tala við þá sem forsjálir eru og skikka öllu þínu efni eftir Guðs orði.

[ Samlaga þig við góða menn og vert glaður, þó með guðhræðslu.