VII.

Synir Leví voru Gerson, Kahat, Merarí. [ En synir Kahat voru Amram, Jesehar, Hebron og Úsíel. Synir Amram voru Aron, Móse og María.

Synir Aron voru Nadab, Abíúð, Eleasar og Ítamar. [ Eleasar gat Píneas. [ Píneas gat Abísúa. Abísúa gat Búkí. Búkí gat Úsí. Úsí gat Saraja. Saraja gat Merajót. Merajót gat Amarja. Amarja gat Ahítób. Ahítób gat Sadók. Sadók gat Ahímaas. Ahímaas gat Asarja. Asarja gat Jóhanan. Jóhanan gat Asarja sem að var kennimaður í því húsi sem að Salómon byggði í Jerúsalem. [ Asarja gat Amarja. Amarja gat Ahítób. Ahítób gat Sadók. Sadók gat Sallúm. Sallúm gat Hilkía. Hilkía gat Asaría. Asaría gat Seraja. Seraja gat Jósadak. [ En Jósadak var og fangaður þann tíð sem Drottinn lét Júda og Jerúsalem flytjast í burt fangaða af Nabúgodonosor.

Svo eru nú þessir synir Leví: Gerson, Kahat og Merarí. [ En synir Gerson hétu Líbní og Símeí. En synir Kahat hétu Amram, Jesehar, Hebron og Úsíel. En synir Merarí hétu Mahelí og Músí.

Þessi er ætt Levítanna á meðal þeirra feðra: Sonur Gerson var Libní, hans son var Jahat, hans sonur var Sima, hans sonur var Jóa, hans sonur var Íddó, hans sonur var Sera, hans sonur var Jeatraí. En sonur Kahat var Amínadab, hans sonur var Kóra, hans sonur var Assír, hans sonur var Elkana, hans sonur var Abjasaf, hans sonur var Assír, hans sonur var Tahat, hans sonur var Úríel, hans son var Úsía, hans son var Saul.

Synir Elkana voru Amasaí, Ahímót og Elkana. Hans son var Elkana af Sóf, hans son var Nahat, hans son var Elíab, hans son var Jeróham, hans son var Elkana, hans son var Samúel hvers frumgetinn sonur eð var Vasní og Abía. [

Son Merarí var Mahelí, hans son var Líbní, hans son var Símeí, hans son var Úsa, hans son var Símea, hans son var Haggía, hans son var Asja.

En þessir eru þeir sem að Davíð skikkaði til að syngja í húsi Drottins þar sem örkin var sett. [ Og þeir þjónuðu fyrir vitnisburðarins tjaldbúð syngjandi þar til að Salómon byggði Drottni hús í Jerúsalem og stóðu í sínu embætti eftir sinni skikkan. Og þetta eru þeir sem þar stóðu og þeirra synir: [ Af sonum Kahat var Heman sá söngvari son Jóel, sonar Samúel, sonar Elkana, sonar Jeróham, sonar Elíel, sonar Tóa, sonar Súf, sonar Elkana, sonar Mahat, sonar Amasaí, sonar Elkana, sonar Jóel, sonar Asarja, sonar Sefanía, sonar Taat, sonar Assír, sonar Abjassaf, sonar Kóra, sonar Jesear, sonar Kaat, sonar Leví, sonar Ísrael.

Og hans bróðir Assaf stóð við hans hægri hönd. [ En sá Assaf var sonur Berekía sonar Símea, sonar Míkael, sonar Baeseja, sonar Malkía, sonar Atní, sonar Sera, sonar Adaja, sonar Etan, sonar Sima, sonar Símeí, sonar Jahat, sonar Gersom, sonar Leví.

En þeirra bræður, synir Merarí, stóðu til vinstri síðu, sem var Etan sonur Kúsí, sonar Abdí, sonar Mallúk, sonar Hasabja, sonar Amasja, sonar Hilkía, sonar Amsí, sonar Baní, sonar Samer, sonar Mahelí, sonar Músí, sonar Merarí, sonar Leví. [

Og Levítarnir þeirra bræður voru settir til allra handa embætta í tjaldbúðarhúsi Drottins. En Aron og hans synir offruðu reykelsi yfir brennioffursins altari og yfir reykelsisaltari og þeir voru til allsháttaðra gjörninga í því allrahelgasta og til að forlíka Ísrael so sem Móses Guðs þénari hafði boðið.

Þessir eru synir Aron: [ Hans son Eleasar, hans son var Píneas, hans son var Abísúa, hans son var Búkí, hans son var Úsí, hans son var Serahja, hans son var Merajót, hans son var Amaría, hans son var Ahítób, hans son var Sadók, hans son var Ahímaas.

Og þessi eru þeirra heimili og sæti í þeirra landsálfum, sem eru synir Aron af Chahathither slekti. [ Því að hluturinn féll þeim til. Og þeir gáfu þeim Hebron í Júdalandi og hennar forstaði þar í kring. En þeir gáfu Kaleb syni Jefúnne staðarins akra og hans þorp. So gáfu þeir nú sonum Aron þessa frelsisstaði: Hebron og Líbna með þeirra forstöðum, Jater og Estemóa með þeirra forstöðum, Hílen, Debír, Asan og Bet Semes með þeirra forstöðum. Og af Benjamíns ætt: Geba, Alemet og Anatót með þeirra forstöðum. So að allir staðirnir í þeirra ætt voru þrettán.

En þeir aðrir synir Kahat í þeirra frændleifð af því hálfu Manasses slekti fengu tíu staði í sinn hlut. [ Synir Gersom í sínu slekti fengu af Ísaskar slekti og af Assers slekti og af Neftalí slekti og af Manasse slekti í Basan þrettán staði. Synir Merarí í þeirra ættleifð fengu eftir hlutfalli af Rúben slekti og Gað slekti og af Sebúlon slekti tólf staði. Og Ísraelssynir gáfu Levítunum og svo staði með sínum forstöðum eftir hlutfallinu. Og af Júdasonar slekti og af Símeonsona slekti og af Benjamínsona slekti þá staði sem þeir nefndu við nafn.

En þeir sem voru af Kahatsona ætt þeir fengu borgir í sínum landamerkjum af Efraíms ætt. So gáfu þeir þeim frelsisstaði: Síkem á Efraímsfjalli, Geser, Jakmeam, Bet Hóron, Ajolon og Gað Rimon með þeirra forstöðum, þar til með af því hálfu Manasses slekti Aner og Bíleam með þeirra forstöðum. En sonum Gersom gáfu þeir af því hálfu Manasses slekti Gólan í Basan og Astarót með þeirra forstöðum, af Ísaskar slekti Kedes, Dabrat, Ramót og Anem með þeirra forstöðum, af Asser slekti Masal, Abdón, Húkok og Reób með þeirra forstöðum, af Neftalí slekti Kedes í Galilea, Hammón og Kirjataím með þeirra forstöðum.

Þeim öðrum sonum Merarí gáfu þeir af Sebúlons ætt Rimónó, Tabór með þeirra forstöðum. Og hinumegin Jórdanar gegnt Jeríkó austur frá Jórdan af Rúben slekti Beser í eyðimörku, Jaksa, Kedemót og Mepaat með þeirra forstöðum, af Gaað ætt Ramót í Gíleað, Mahanaím, Hesbon og Jaeser með þeirra forstöðum.