Og Móses gætti sauða Jetró, mágs síns, kennimanns í Madían, og hann hélt fénu innarlega í eyðimörku og kom til Guðs fjalls Hóreb.

Og engill Drottins birtist honum í einum glóanda eldsloga af einum runni. Og hann sá að runnuruinn logaði af eldi en brann þó ekki. Þá mælti hann: „Ég vil fara þangað og sjá sýn þá hina miklu, hvar fyrir runnurinn brennur ekki upp.“ Og sem Drottinn sá að hann gekk þangað að skoða þá kallaði Guð til hans úr runninum og sagði: „Móses, Móses.“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ Og hann sagði: „Kom þú ekki hér nær. Leystu skóklæði af þínum fótum því að sá staður sem þú stendur á er heilög jörð.“ Og hann sagði enn framarmeir: „Ég er þíns föðurs Guð, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.“ [ Moyses byrgði sitt andlit því hann þorði ekki að líta í gegn Guði.

Þá sagði Drottinn: „Ég hefi séð kvöl míns fólks í Egyptalandi og heyrt þeirra kall undir þeim sem þá þrælka. [ Og ég veit þeirra harm og ég er nú ofanfarinn að leysa þá af hendi egypskra og útleiða þá af því landi í eitt gott og vítt land og í það land sem flýtur í mjólk og hunangi, í þá staði þar nú eru Kananei, Hetei, Amorei, Peresei, Hevei og Jebúsei. Því að Ísraelssona kall er nú komið fyrir mig og ég hefi séð þeirra þrældóm með hverjum að Egyptarnir þrengja þeim. So far nú þangað, ég vil senda þig til faraónem, að þú útleiðir mitt fólk, Ísraelssonu, af Egyptalandi.“ [

Móses sagði til Guðs: „Hver em ég að ég fari til fundar við faraónem og leiði ég Ísraelssonu af Egyptalandi?“ Hann sagði: „Ég vil vera með þér. Og þetta skaltu hafa til marks að ég sendi þig: Þá þú hefur leitt mitt fólk af Egyptalandi þá munu þér færa Guði fórnir á þessu fjalli.“ Móses sagði til Guðs: „Sjá, þegar ég kem til Ísraelssona og ég segi til þeirra: Guð feðra yðar sendi mig til yðar, og ef þeir segja þá til mín: Hvert er hans nafn? Hverju skal ég þá svara?“ Guð sagði til Mósen: „Ég mun vera sá sem ég mun vera“ og sagði: „Svo skaltu segja til Ísraelssona: Ég mun vera, hann sendi mig til yðar.“

Og enn sagði Guð til Mósen: „So skaltu segja til Ísraelssona: Drottinn, yðra feðra Guð, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs, sendi mig til yðar. [ Þetta er mitt nafn að eilífu, þar með skulu menn nefna mig um aldir og að eilífu. Þar fyrir, far nú þangað og safna saman öldungum Ísrael og mæl við þá: Drottinn, Guð yðra feðra, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs, birtist mér og sagði: Ég hefi vitjað yðar og séð hefi ég allt það yður hefur skeð í Egyptalandi. Og ég hefi sagt: Ég vil útleiða yður af Egyptalands ánauð inn í land Kananei, Hetei, Amorei, Peresei, Hevei og Jebúsei, í það land sem flýtur í mjölk [ og hunangi.

Og þegar þeir heyra þín orð þá skaltu og þeir elstu af Ísrael fara inn fyrir Egyptalands kóng og segja so til hans: Drottinn, Guð ebreskra manna, hefur kallað oss. So lát oss nú fara þriggja daga leið á eyðimörk að vér færum fórnir Drottni Guði vorum. En ég veit að Egyptalands kóngur mun ekki láta yður fara utan fyrir eina styrkva hönd. Því mun ég útrétta mína hönd og ljósta Egyptaland með allrahanda stórmerkjum, þeim er ég mun gjöra á milli þeirra. Síðan mun hann láta yður fara.

Og ég vil gefa þessu fólki náð hjá þeim egypskum að þér skuluð ekki fara snauðir frá þeim þá þér farið af landinu heldur skal hver kvinna biðja sína grannkonu og þá sem hún er í húsi með um silfurker, gullker og klæðnað, það skulu þér leggja uppá yðra sonu og dætur og ræna Egyptaland.“